Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn í Mosfellsbæ fer fram kl. 17.00 þann 3. maí í Hlégarði.
Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn í Mosfellsbæ fer fram kl. 17:00 þann 3. maí í Hlégarði. Í upphafi verður vinningstillagan kynnt af dómnefnd og verðlaun veitt fyrir þá tillögu af bæjarstjóra. Þá verður sett upp sýning á innsendum hugmyndum þannig að bæjarbúar geta kynnt sér það efni.
Atburðurinn er opin öllum og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta og kynna sér vinningstillöguna og aðrar tillögur.