Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn í Mosfellsbæ fer fram kl. 17.00 þann 3. maí í Hlégarði.
Verðlaunaafhending vegna samkeppni um aðkomutákn í Mosfellsbæ fer fram kl. 17:00 þann 3. maí í Hlégarði. Í upphafi verður vinningstillagan kynnt af dómnefnd og verðlaun veitt fyrir þá tillögu af bæjarstjóra. Þá verður sett upp sýning á innsendum hugmyndum þannig að bæjarbúar geta kynnt sér það efni.
Atburðurinn er opin öllum og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta og kynna sér vinningstillöguna og aðrar tillögur.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.