Íbúar í Mosfellsbæ hafa frá því í byrjun mars getað flokkað plast frá heimilissorpi með því að setja það sér í poka og beint í gráu tunnuna með almenna sorpinu. Upplýsingabæklingi var dreift inn á heimili í Mosfellsbæ í lok febrúar með nánari upplýsingum um flokkunina. Í bæklingnum var einnig happdrættisnúmer þar sem vinningar voru óvæntur glaðningur, glæsilegur kvöldverður fyrir tvo með Gourmet gjafabréfi Óskaskríns.
Dregnir hafa verið út vinningshafar í leiknum. Vinningshafar í Mosfellsbæ voru með bæklinga nr. 531 og nr. 2599.
Mosfellsbæ óskar vinningshöfum hjartanlega til hamingju með vinningana.
Vinningshafar geta vitjað vinninga í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Vinningin þarf að sækja í síðasta lagi föstudaginn 18. maí nk., en ef vinningur verður ekki sóttur fyrir þann tíma verður dregið aftur.