Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. maí 2018

Fram­kvæmd­um í Skála­felli flýtt.

Þann 7. maí und­ir­rit­uðu borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík og bæj­ar­stjór­ar Mos­fells­bæj­ar, Seltjarn­ar­ness, Kópa­vogs, Garða­bæj­ar og Hafn­ar­fjarð­ar sam­komulag sveit­ar­fé­lag­anna um end­ur­nýj­un og upp­bygg­ingu mann­virkja skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í Bláfjöll­um og Skála­felli.

Sam­komu­lag­ið bygg­ir á grund­velli fram­tíð­ar­sýn­ar sem verk­efna­hóp­ur vegna upp­bygg­ing­ar skíða­svæð­anna á veg­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur markað. For­gangs­verk­efni þeirr­ar fram­tíð­ar­sýn­ar eru að hefja snjó­fram­leiðslu og bæta lyftu­bún­að í Bláfjöll­um og í Skála­felli.

Gert er ráð fyr­ir því að upp­bygg­ing­ar­tíma­bilin verði tvö, ann­ars veg­ar frá 2019-2024 með árið 2018 sem und­ir­bún­ings­tíma­bil. Seinni hluti tíma­bils­ins tæki yfir árin 2025-2030. Á fyrra tíma­bil­inu er lagt til að áhersl­an verði á snjó­fram­leiðslu og lyftu­bún­að og að fram­kvæmd­um við þau verk­efni verði lok­ið árið 2024.

Í með­för­um inn­an stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var tekin ákvörð­un um að flýta fram­kvæmd­um við end­ur­nýj­un stóla­lyftu í Skála­felli. Bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar heim­il­aði þann 12. apríl sl. bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­ing um of­an­greind­ar fram­kvæmd­ir á tíma­bil­inu 2019-2024 að því gefnu að ráð­ist yrði í end­ur­nýj­un lyftu í Skála­felli eigi síð­ar en árið 2020.

„Það er ánægju­legt að þessi metn­að­ar­fulla fram­tíð­ar­sýn fyr­ir skíða­svæð­in tvö hafi ver­ið mörk­uð og að sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi burði til þess að ráð­ast í þessa mik­il­vægu en kostn­að­ar­sömu vinnu við að um­bylta að­stæð­um til að stunda þá fjöl­skylduí­þrótt sem skíð­aí­þrótt­in er. Þetta er mik­il­vægt verk­efni á sviði heilsu­efl­ing­ar og Skála­fell­ið er að mínu mati lyk­ill að því að ná ár­angri við að styrkja rekst­ur skíða­svæð­anna þar sem veð­ur og að­stæð­ur geta ver­ið ólík milli svæð­anna tveggja og því gott að geta miðlað fólki á milli þeirra eft­ir að­stæð­um. Þá er Skála­fell­ið líka skíða­svæð­ið okk­ar Mos­fell­inga.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00