Kjörstaður í Mosfellsbæ
Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09:00 – 22:00. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað.
Móttaka flóttafólks frá Úganda
Miðvikudaginn 11. apríl stóð Mosfellsbær fyrir sérstakri móttöku fyrir flóttafólk frá Úganda og í kjölfarið var farið í heimsókn á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar.
Menningarvor 2018
Í áttunda sinn er Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafninu.
Breytingar á töflum Strætó 27. maí 2018
Eftirfarandi breytingar taka gildi sunnudaginn 27. maí n.k.
Viðhaldsframkvæmdir og endurbætur í Varmárskóla
Fyrir dyrum standa ýmsar reglubundnar viðhaldsframkvæmdir við Varmárskóla auk endurbóta á á ytra byrði yngri deildar, vinna við úrbætur á aðgengi og endurbætur á salernisaðstöðu.
Mosfellsbær útskrifar sérhæft starfsfólk íþróttamannvirkja fyrst sveitarfélaga
Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið.
Kvennahlaupið í Mosfellsbæ
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 2. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum að Varmá kl. 11:00.
100 ára afmæli Auðar og stofutónleikar á Gljúfrasteini
Með hækkandi sól færist meira líf í húsið á Gljúfrasteini. Skólahópum, ferðamönnum og öðrum gestum fjölgar.
Átta skiluðu inn gildu framboði
Átta framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ. Listarnir eru eftirfarandi: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, L-listi Vina Mosfellsbæjar, M-listi Miðflokks, Í-listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata, S-listi Samfylkingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun fyrst sveitarfélaga
Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að það starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Styrkir veittir til efnilegra ungmenna 2018
Árlega veitir íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára.
Fuglastígur við Leiruvog
Mosfellsbær hefur sett upp fuglafræðsluskilti meðfram ströndinni við Leiruvog.
Opið bókhald Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur opnað bókhald bæjarins til að auka enn frekar aðgengi íbúa að fjárhagsupplýsingum. Upplýsingarnar eru settar fram á skýran og einfaldan hátt og lögð er áhersla á myndræna framsetningu á ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.
Tilkynning um framlagningu kjörskrár
Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 26. maí 2018 liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, á auglýstum opnunartíma, frá og með 16. maí 2018 og til kjördags.
Örugg efri ár
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur gefið út bæklinginn Örugg efri ár sem fjallar meðal annars um heilbrigt líferni og hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys.
Fjölmenni við vígslu kastalans í Ævintýragarðinum
Fjöldi fólks mætti til vígslu á nýjum kastala sem staðsettur er í Ævintýragarðinum laugardaginn 12. maí síðastliðinn í blíðskaparveðri.
Gulrótin 2018
„Gulrótin“ er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar.
Frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára
Í Mosfellsbæ er frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2018
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Ertu búin að nýta frístundaávísun skólaársins 2017-2018?
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna.