Engar breytingar á tíðni verða gerðar á leiðakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – og því ekki um að ræða eiginlega sumaráætlun.
Einu breytingarnar sem gerðar verða á tímatöflum á höfuðborgarsvæðinu eru á leiðum 2, 6, 7 og 23. Leiðir 2, 6 og 7 breyttust um síðustu áramót og markmiðið er að fínpússa tímana þannig þeir standist betur.
- Leið 6 mun aka Gullengi á leið frá Spöng. Akstursleið að Spöng er óbreytt. Leið 6 eru gefnar nokkrar mínútur aukalega í báðar áttir.
- Tilfærslur á tímum á leið 2, heildartími akstursleiðar breytist ekki.
- Tilfærslur á tímum á leið 7, heildartími akstursleiðar breytist ekki.
- Á leið 23 bætast við ferðir kl. 10:28 og 12:28.