Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. maí 2018

Mos­fells­bær hef­ur hlot­ið vott­un um að það starf­ræki launa­kerfi sem stenst kröf­ur jafn­launastað­als­ins ÍST 85:2012.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar tók í dag, 18. maí, við skír­teini þessu til stað­fest­ing­ar frá BSI á Ís­landi sem er fag­gilt­ur vott­un­ar­að­ili. Þetta þýð­ir að Mos­fells­bær upp­fyll­ir öll við­mið­um lög­bund­ins jafn­launastað­als og telst launa­setn­ing inn­an Mos­fells­bæj­ar vera hlut­laus gagn­vart kyni og öðr­um óhlut­bundn­um þátt­um.

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í apríl sl. að hefja vinnu við að afla sveit­ar­fé­lag­inu jafn­launa­vott­un­ar í kjöl­far já­kvæðr­ar nið­ur­stöðu í launa­út­tekt sem unn­in var af Pricewater­hou­seCoopers.

„Í gegn­um tíð­ina höf­um við hjá Mos­fells­bæ lagt áherslu á að líta hlut­laust á hvert starf fyr­ir sig, skil­greina kröf­ur um ábyrgð og ákvarða laun sjálf­stætt út frá hverju starfi fyr­ir sig og þeirr­ar hæfni sem kraf­ist er. Ég vil þakka starfs­mönn­um, stjórn­end­um og bæj­ar­full­trú­um fyr­ir þeirra þátt í að Mos­fells­bær er fyrsta sveit­ar­fé­lag­ið sem nær þeim áfanga að hljóta jafn­launa­vott­un frá því að lög­in tóku gildi þann 1. janú­ar 2018. Einn af áherslu­flokk­um í stefnu Mos­fells­bæj­ar er fram­sækni þar sem við vilj­um vera sam­stiga og hafa þor til að þróa nýj­ar leið­ir í starf­semi bæj­ar­ins og byggja upp starfs­um­hverfi þar sem rík­ir launa­jafn­rétti. Það hef­ur nú tek­ist en við mun­um ekki sofna á verð­in­um held­ur gæta þess að halda þess­ari stöðu.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar tek­ur við skír­teini frá BSI á Ís­landi sem er fag­gilt­ur vott­un­ar­að­ili.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00