Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Með hækk­andi sól færist meira líf í hús­ið á Gljúfra­steini. Skóla­hóp­um, ferða­mönn­um og öðr­um gest­um fjölg­ar.

Senn líð­ur að stofu­tón­leik­um. Þeir verða sem fyrr alla sunnu­daga í júní, júlí og ág­úst og stend­ur vina­fé­lög­um til boða tveir frí­ir mið­ar á tón­leika að eig­in vali. Einn­ig fá vina­fé­lag­ar alltaf frítt inn á safn­ið og af­slátt í safn­búð­inni.

Þann 31. júlí 2018 verða lið­in 100 ár frá fæð­ingu Auð­ar Sveins­dótt­ur. Auð­ar verð­ur minnst með sér­stakri dagskrá á Gljúfra­steini. Sagt verð­ur nán­ar frá því á vef Gljúfra­steins og á sam­félga­smiðl­um þeg­ar nær dreg­ur.

Við minn­um á sam­st­arf vina­fé­laga Gljúfra­steins, Lista­safns Ak­ur­eyr­ar og Hönn­un­arsafns Ís­lands.

Eft­ir­far­andi fríð­indi standa vina­fé­lög­um til boða gegn fram­vís­un skír­tein­is:

  • Þeir fá boð á all­ar opn­an­ir safn­anna
  • Þeir fá ókeyp­is inn á all­ar sýn­ing­ar safn­anna þriggja
  • Þeir fá frítt inn á alla fyr­ir­lestra sem söfn­in bjóða upp á
  • Þeir fá frítt inn á öll mál­þing sem söfn­in halda
  • Þeir fá af­slátt af bók­um og vör­um sem eru til sölu á veg­um safn­anna
  • Þeir fá frítt inn á leið­sagn­ir á veg­um safn­anna
  • Þeir fá að stuðla að því að söfn­in vaxi, dafni og lifi

Áhugi og vel­vild vina­fé­laga á safn­inu á Gljúfra­steini er starf­inu ómet­an­leg­ur stuðn­ing­ur sem við þökk­um inni­lega. Ár­gjöld fé­lags­manna hafa nýst til að ýta mik­il­væg­um verk­efn­um úr vör og stuðla að kynn­ingu og út­breiðslu þekk­ing­ar á verk­um Hall­dórs Lax­ness og merki­legu ævi­starfi Auð­ar Sveins­dótt­ur konu hans.

Við ósk­um vina­fé­lög­um Gljúfra­steins alls hins besta á kom­andi sumri og bjóð­um ykk­ur vel­komin á Gljúfra­stein!

Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, formað­ur Vina­fé­lags Gljúfra­steins.
Guðný Dóra Gests­dótt­ir, safn­stjóri Gljúfra­steins.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00