Með hækkandi sól færist meira líf í húsið á Gljúfrasteini. Skólahópum, ferðamönnum og öðrum gestum fjölgar.
Senn líður að stofutónleikum. Þeir verða sem fyrr alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst og stendur vinafélögum til boða tveir fríir miðar á tónleika að eigin vali. Einnig fá vinafélagar alltaf frítt inn á safnið og afslátt í safnbúðinni.
Þann 31. júlí 2018 verða liðin 100 ár frá fæðingu Auðar Sveinsdóttur. Auðar verður minnst með sérstakri dagskrá á Gljúfrasteini. Sagt verður nánar frá því á vef Gljúfrasteins og á samfélgasmiðlum þegar nær dregur.
Við minnum á samstarf vinafélaga Gljúfrasteins, Listasafns Akureyrar og Hönnunarsafns Íslands.
Eftirfarandi fríðindi standa vinafélögum til boða gegn framvísun skírteinis:
- Þeir fá boð á allar opnanir safnanna
- Þeir fá ókeypis inn á allar sýningar safnanna þriggja
- Þeir fá frítt inn á alla fyrirlestra sem söfnin bjóða upp á
- Þeir fá frítt inn á öll málþing sem söfnin halda
- Þeir fá afslátt af bókum og vörum sem eru til sölu á vegum safnanna
- Þeir fá frítt inn á leiðsagnir á vegum safnanna
- Þeir fá að stuðla að því að söfnin vaxi, dafni og lifi
Áhugi og velvild vinafélaga á safninu á Gljúfrasteini er starfinu ómetanlegur stuðningur sem við þökkum innilega. Árgjöld félagsmanna hafa nýst til að ýta mikilvægum verkefnum úr vör og stuðla að kynningu og útbreiðslu þekkingar á verkum Halldórs Laxness og merkilegu ævistarfi Auðar Sveinsdóttur konu hans.
Við óskum vinafélögum Gljúfrasteins alls hins besta á komandi sumri og bjóðum ykkur velkomin á Gljúfrastein!
Guðrún Pétursdóttir, formaður Vinafélags Gljúfrasteins.
Guðný Dóra Gestsdóttir, safnstjóri Gljúfrasteins.
Tengt efni
Breytt tímasetning á áramótabrennu
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð