Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. maí 2018

Ár­lega veit­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar styrki til efni­legra ung­menna á aldr­in­um 14-20 ára.

Mark­mið­ið er að gefa styrk­þeg­um sömu tæki­færi og jafn­öldr­um þeirra til að njóta launa frá vinnu­skól­an­um á sama tíma og þau stunda sína list, íþrótt eða tóm­st­und yfir sum­ar­tím­ann. Styrk­ur­inn er fólg­inn í laun­um frá Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar og er þeim þann­ig gef­ið tæki­færi til að ein­beita sér að sinni íþrótt eða tóm­st­und og ná meiri ár­angri. Í þetta sinn hlutu 11 ung­menni styrk, öll vel að hon­um komin.

Í staf­rófs­röð eru styrk­þeg­ar þess­ir:

  • Björg­vin Franz Björg­vins­son, hand­knatt­leik­ur
  • Eg­ill Már Hjart­ar­son, hand­knatt­leik­ur
  • Elísa­bet Tinna Har­alds­dótt­ir, dans
  • Frank­lín Ern­ir Kristjáns­son, skylm­ing­ar
  • Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir, knatt­spyrna
  • Inga Laufey Ág­ústs­dótt­ir, knatt­spyrna
  • Íris Torfa­dótt­ir, fiðla
  • Kristín Arndís Ólafs­dótt­ir, hand­knatt­leik­ur
  • Mel­korka Gunn­ars­dótt­ir, hest­ar
  • Tjörvi Giss­ur­ar­son, tónlist
  • Úlf­hild­ur Tinna Lár­us­dótt­ir, hand­knatt­leik­ur

Öll eiga þau sam­eig­in­legt að hafa náð góð­um ár­angri í sín­um grein­um en alls sóttu 20 ung­menni um styrk­inn.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00