Árlega veitir íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára.
Markmiðið er að gefa styrkþegum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá vinnuskólanum á sama tíma og þau stunda sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar og er þeim þannig gefið tækifæri til að einbeita sér að sinni íþrótt eða tómstund og ná meiri árangri. Í þetta sinn hlutu 11 ungmenni styrk, öll vel að honum komin.
Í stafrófsröð eru styrkþegar þessir:
- Björgvin Franz Björgvinsson, handknattleikur
- Egill Már Hjartarson, handknattleikur
- Elísabet Tinna Haraldsdóttir, dans
- Franklín Ernir Kristjánsson, skylmingar
- Hafrún Rakel Halldórsdóttir, knattspyrna
- Inga Laufey Ágústsdóttir, knattspyrna
- Íris Torfadóttir, fiðla
- Kristín Arndís Ólafsdóttir, handknattleikur
- Melkorka Gunnarsdóttir, hestar
- Tjörvi Gissurarson, tónlist
- Úlfhildur Tinna Lárusdóttir, handknattleikur
Öll eiga þau sameiginlegt að hafa náð góðum árangri í sínum greinum en alls sóttu 20 ungmenni um styrkinn.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024