Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. maí 2018

Mið­viku­dag­inn 11. apríl stóð Mos­fells­bær fyr­ir sér­stakri mót­töku fyr­ir flótta­fólk frá Úg­anda og í kjöl­far­ið var far­ið í heim­sókn á bæj­ar­skrif­stof­ur Mos­fells­bæj­ar.

Í upp­hafi mót­tök­unn­ar bauð Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, fólk­ið vel­kom­ið til bæj­ar­ins og kynnti Mos­fells­bæ og starf­semi á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins stutt­lega fyr­ir þeim. Í kjöl­far­ið mælti Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra nokk­ur orð og ræddi með­al ann­ars um mik­il­vægi þess að fólk gæti lifað í friði frá of­sókn­um.

Fólk­inu vel tek­ið og finnst það vel­kom­ið

Eva Rós Ólafs­dótt­ir verk­efna­stjóri mót­töku flótta­fólks sagði frá því hvern­ig hef­ur til tek­ist með mót­töku flótta­fólks­ins hing­að til og hvaða verk­efn­um hef­ur ver­ið unn­ið að í sam­vinnu við þau frá því að þau komu til Mos­fells­bæj­ar þann 19. mars sl. Verk­efn­ið er mik­il­vægt fyr­ir ein­stak­ling­ana og að því kem­ur fjöldi að­ila; Mos­fells­bær, stofn­an­ir bæj­ar­ins, stofn­an­ir rík­is­ins auk að­komu Rauða kross Ís­lands.

Loks tók James Keneth Katwere til máls fyr­ir hönd flótta­fólks­ins og sagði frá því hversu vel þeim hefði ver­ið tek­ið og hversu vel­komin þeim fynd­ust þau vera.Tölu­verð­ur áhugi var á mót­tök­unni en sér­stök áhersla var lögð á að þátt­tak­end­ur myndu kynn­ast með því að taka tal sam­an á óform­leg­um grunni um leið og geng­ið var í gegn­um skrif­stof­ur bæj­ar­ins.

Unn­ið að far­sælli að­lög­un í nýju landi

„Við hjá Mos­fells­bæ erum ánægð með það hversu vel hef­ur tek­ist við lausn þessa verk­efn­is hing­að til og stolt af því að vera treyst fyr­ir því að vinna með þess­um nýju íbú­um Mos­fells­bæj­ar að far­sælli að­lög­un í nýju landi. Lýð­ræði, jafn­rétti og mann­rétt­indi eru mik­il­væg­ir þætt­ir í öll­um sam­fé­lög­um og við vilj­um tryggja þá þætti gagn­vart öll­um íbú­um Mos­fells­bæj­ar.

Það sem ég tek til mín frá þess­ari mót­töku er það hversu já­kvætt flótta­fólk­ið er gagn­vart líf­inu hér og hversu vel starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hef­ur sinn sín­um verk­efn­um. Þá er ég líka stolt­ur og ánægð­ur með það hversu mik­il sam­staða var um að taka að okk­ur þetta verk­efni í bæj­ar­stjórn.“ sagð­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00