Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. maí 2018

    Mos­fells­bær hef­ur sett upp fugla­fræðslu­skilti með­fram strönd­inni við Leiru­vog. Um er að ræða fjög­ur fræðslu­skilti sem stað­sett eru við fjör­una frá Varmárós­um að Blikastaðanesi og sýna al­geng­ustu sjó­fugla og vað­fugla á svæð­inu, bæði far­fugla og vetr­ar­gesti.

    Mos­fells­bær hef­ur sett upp fugla­fræðslu­skilti með­fram strönd­inni við Leiru­vog.
    Um er að ræða fjög­ur fræðslu­skilti sem stað­sett eru við fjör­una frá Varmárós­um að Blikastaðanesi og sýna al­geng­ustu sjó­fugla og vað­fugla á svæð­inu, bæði far­fugla og vetr­ar­gesti. Má þar með­al ann­ars nefna mar­gæs­ir, jaðrak­an og fjöl­breytta flóru anda og máva­teg­unda.

    Leiru­vog­ur­inn er ein­stakt fugla­skoð­un­ar­svæði þar sem fjöl­breyti­leik­inn er mik­ill en um 50 teg­und­ir fugla hafa sést á vog­in­um. Því tengt má nefna að mik­ið af fugl­um sem teljast sjald­gæf­ir á heimsvísu hafa þar við­komu eins og til dæm­is bran­dönd.

    Við Leiru­vog­inn stend­ur fugla­skoð­un­ar­hús sem að­gengi­legt er öll­um fugla­áhuga­mönn­um. Lykla að hús­inu má nálg­ast í Íþróttamið­stöð­inni Lága­felli og á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar.
    Upp­setn­ing á fræðslu­skilt­um um fugla­líf við Leiru­vog er hluti af lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó sem er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns
    til smærri ný­fram­kvæmda og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ.

    Frétt/mynd: Mos­fell­ing­ur.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00