Mosfellsbær hefur sett upp fuglafræðsluskilti meðfram ströndinni við Leiruvog.
Um er að ræða fjögur fræðsluskilti sem staðsett eru við fjöruna frá Varmárósum að Blikastaðanesi og sýna algengustu sjófugla og vaðfugla á svæðinu, bæði farfugla og vetrargesti. Má þar meðal annars nefna margæsir, jaðrakan og fjölbreytta flóru anda og mávategunda.
Leiruvogurinn er einstakt fuglaskoðunarsvæði þar sem fjölbreytileikinn er mikill en um 50 tegundir fugla hafa sést á voginum. Því tengt má nefna að mikið af fuglum sem teljast sjaldgæfir á heimsvísu hafa þar viðkomu eins og til dæmis brandönd.
Við Leiruvoginn stendur fuglaskoðunarhús sem aðgengilegt er öllum fuglaáhugamönnum. Lykla að húsinu má nálgast í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli og á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.
Uppsetning á fræðsluskiltum um fuglalíf við Leiruvog er hluti af lýðræðisverkefninu Okkar Mosó sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ.
Frétt: Mosfellingur
Tengt efni
Vinna við nýja körfuboltavelli á áætlun
Uppákomur í jólagarðinum næstu sunnudaga
Jólagarðurinn við Hlégarð hefur slegið í gegn á aðventunni. Verkefnið var kosið í Okkar Mosó 2021.
Ljósin í jólagarðinum við Hlégarð tendruð
„Jólaskreyttur garður á Hlégarðstúni þar sem fólk gerir sér ferð til að heimsækja staðinn og eiga góðar stundir“.