Fyrir dyrum standa ýmsar reglubundnar viðhaldsframkvæmdir við Varmárskóla auk endurbóta á á ytra byrði yngri deildar, vinna við úrbætur á aðgengi og endurbætur á salernisaðstöðu.
Hjá Mosfellsbæ hefur það verklag hefur verið viðhaft á undanförnum árum að vinna þriggja ára viðhaldsáætlanir sem gerðar eru á grunni reglubundinna úttekta á viðhaldsþörf.
Þær úttektir sem lagðar eru til grundvallar eru ýmist unnar af þeim starfsmönnum Mosfellsbæjar sem sinna viðhaldi og rekstri húsnæðis eða sérfræðingum í viðhaldi hjá verkfræðistofum. Þá hafa Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, eldvarnareftirlit SHS og BSI skoðunarstofa unnið úttektir og komið með ábendingar sem komið hefur verið í framkvæmd.
Í neðangreindri töflu er að finna yfirlit yfir viðhald og endurbætur í Varmárskóla á árunum 2016-2018.
Eignfært | Viðhald fært á eignina | Viðhald fært á skóla | Samtals |
---|---|---|---|
Raun 2016 | |||
24.557.073 | 12.914.307 | 6.900.654 | 44.372.034 |
Raun 2017 | |||
33.832.324 | 21.598.913 | 9.388.670 | 64.819.907 |
Áætlun 2018 | |||
20.000.000 | 17.000.000 | 9.985.000 | 46.985.000 |
Tengt efni
LED-væðing í Mosfellsbæ
Samningur við Fagurverk
Upplýsingar til húseigenda og íbúa í Lágholti um fyrirhugaðar framkvæmdir
Fyrirhugaðar stórframkvæmdir á veitukerfi í Lágholti.