Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Föstu­dag­inn 4. maí út­skrif­uð­ust 23 sér­hæfð­ir starfs­menn íþrótta­mann­virkja eft­ir 150 stunda þjálf­un sem unn­ið hef­ur ver­ið að síð­asta árið.

Nám­ið var þró­að og út­fært í sam­starfi við starfs­fólk og for­stöðu­menn íþrótta­mann­virkja í Mos­fells­bæ, en um­sjón og fram­kvæmd verk­efn­is­ins var í hönd­um starfs­þjálf­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Skref fyr­ir skref sem hef­ur sér­hæft sig í full­orð­ins­fræðslu og starfs­þró­un.

Mos­fells­bær er fyrst sveita­fé­laga til þess að veita starfs­fólki að­g­ang að þess­ari teg­und starfstengds náms en sér­stak­lega er kveð­ið á um það í kjara­samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveita­fé­laga og Starfs­manna­fé­lags Mos­fells­bæj­ar.

Í upp­hafi út­skrift­ar­inn­ar, sem haldi var í íþróttamið­stöð­inni Kletti, bauð Har­ald­ur Sverris­son gesti vel­komna. Að því loknu sagði for­stöðu­mað­ur íþrótta­mann­virkja í Mos­fells­bæ, Sig­urð­ur Guð­munds­son, frá mark­mið­um náms­ins. Meg­in markmið náms­ins er að auka fag­mennsku og vellíð­an í starfi og byggja upp traust, ábyrgð, sam­st­arf og virkni á vinnu­staðn­um. Þá sagði Hans­ína B. Ein­ars­dótt­ir hjá Skref fyr­ir skref frá upp­bygg­ingu náms­ins. Loks af­henti Linda Udeng­a­ard fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs við­ur­kenn­inga­skjöl til þátt­tak­enda.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00