Málþing um vistvænar samgöngur – Hjólum til framtíðar
Föstudaginn 18. september verður haldið málþing um vistvænar samgöngur undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“.
Reiðhjólalæknirinn dr. Bæk á Miðbæjartorgi
Dr. Bæk mætir á miðbæjartorg Mosfellsbæjar og aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar á reiðhjólum frá kl. 15:30 – 17:30.
Hjólreiðastæði innandyra í Kjarna
Sett hafa verið upp ný reiðhjólastæði innandyra í Kjarna, Þverholti 2, þar sem m.a. eru til húsa Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Heilsugæslan, Bókasafn Mosfellsbæjar og margvísleg þjónustufyrirtæki. Tilgangurinn er að bæta aðstöðu reiðhjólafólks með því að bjóða því að geyma reiðhjólin sín innandyra. Reiðhjólastæðin eru staðsett við inngang hjá Heilsugæslunni.
Samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2015
Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Opinn fundur um grænan lífsstíl 16. september 2015
Mosfellsbær og Umhverfisstofnun bjóða til opins fundar um grænan lífsstíl í FMOS þann 16. september frá kl. 17:30 til 19:00.
Dagskrá Jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2015
Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, föstudaginn 18. september 2015 klukkan 14.00 – 15.30. Yfirskrift dagsins er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
Fjölnota innkaupapoki á hvert heimili
Bæjarráð hefur samþykkt að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 voru afhentar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima.
Leikfélag Mosfellssveitar heiðrað sem Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2015
Leikfélag Mosfellssveitar hefur verið útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015 við hátíðlega athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima 30. ágúst nýverið í Hlégarði. Síðasta ár hefur verið farsælt í starfsemi leikfélagsins en leiksýningin Ronja var frumsýnd í september 2014 og var sýningin valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2015 af dómnefnd Þjóðleikhússins.
Opinn fundur um grænan lífsstíl í FMOS 16. september 2015
Mosfellsbær og Umhverfisstofnun bjóða til opins fundar um grænan lífsstíl í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september n.k. frá kl. 17:30 til 19:00.
Fjölskyldutímar í íþróttahúsinu að Varmá.
Íþrótta og tómstundanefnd samþykkti á vordögum þá tillögu að bjóða uppá fjölskyldutíma í íþróttahúsinu að Varmá á laugardögum í vetur milli kl. 10:30 – 12:00. Hugmyndin er að sameina fjölskylduna í hreyfingu einu sinni í viku yfir haust – og vetrarmánuðina með því að bjóða uppá tíma í íþróttahúsinu að Varmá þar sem fjölskyldan getur komið saman og leikið sér og stundað skemmtilega hreyfingu, og sameinað um leið samveru og hreyfingu á sama tíma.
Göngum í skólann 2015
Dagskrá opnunarhátíðar hefst í Lágafellsskóla kl. 8:30. Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni
Laust starf hjá Íþróttamiðstöðvum Mosfellsbæjar
100% staða konu við Íþróttamiðstöðina Lágafelli. Um er að ræða almennt starf í vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi í síma 660 0750.
Frítt í Strætó með leið 15 á Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2015
Frítt verður í leið 15, sem ekur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima, laugardaginn 29. ágúst.
Takk fyrir komuna Í túnið heima
Í túninu heima 2015 fór fram um helgina. Dagskráin var stór og fjölbreytt. Vel viðraði á gesti hátíðarinnar sem fór afar vel fram. Metþátttaka var í Tindahlaupi Mosfellsbæjar en það voru 120 hlauparar sem spreyttu sig á tindunum. Góð markaðsstemning var bæði í Mosfellsdal og Álafosskvos ásamt líflegum skottmarkaði við Kjarna.
Hlutastarf í Félagsmiðstöðinni Ból
Við í Félagsmiðstöðinni Ból leitum nú að skemmtilegu fólki til að vinna með okkur. Starfið sem er laust er hlutastarf, seinnipart dags og á kvöldin. Í félagsmiðstöðinni Ból er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 – 16 ára börn og unglinga í frítímanum þeirra . Unnið er í klúbbum, hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum.
Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Mosfellsbæ
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu í dag Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar lýkur 31. ágúst 2015
Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar fer senn að ljúka.
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015.
Upphaf skólaárs og skólasetningar 2015
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf 10. ágúst sl. að loknu sumarleyfum.