Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015.
Viðurkenninguna geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála.
Fjölskyldunefnd vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis og hvetja þannig aðra til frekari dáða.
Í tilnefningunni skal koma fram lýsing á því jafnréttisstarfi eða verkefni sem hefur verið innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi.
Tilnefningum skal skilað í síðasta lagi 3. september 2015.
Viðurkenningin verður veitt á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar sem haldinn verður hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ föstudaginn 18. september næstkomandi.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.