Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 voru afhentar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar í þremur aðskildum flokkum; fyrir fallegasta húsagarðinn, fyrir það fyrirtæki sem skaraði framúr í umhverfismálum og fyrir fallegustu götuna.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar heimsækir þá garða, fyrirtæki og götur sem tilnefnd eru og skoðar með tilliti til umhirðu, umgengni, hönnunar, skipulags og áherslu á umhverfismál.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2015:
Hjónin Matthildur Elín Björnsdóttir og Karl Þór Baldvinsson hljóta viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel hannaðan garð að Litlakrika 25. Garðinn hafa þau byggt upp frá grunni á skömmum tíma og er umhirða til mikillar fyrirmyndar.
Helgi Ólafsson að Hvammi, Réttarhvoli 15, hlýtur viðurkenningu fyrir einstök ræktunarstörf og góða umhirðu um áratugaskeið. Helgi hefur ræktað stóran og fallegan garð sem státar af fjölbreyttum gróðri sem er sérlega vel við haldið.
Alls bárust um 10 tilnefningar að þessu sinni og sá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar um að heimsækja þau svæði sem tilnefnd voru og velja úr tilnefningum.
Tengt efni
Umhverfisviðurkenningar 2024 afhentar á setningarathöfn bæjarhátíðar
Hátíðardagskrá var í Hlégarði fimmtudaginn 29. ágúst þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2024
Umhverfisnefnd óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2024.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 afhentar á bæjarhátíð
Hátíðardagskrá var í Hlégarði sunnudaginn 27. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þar sem meðal annars voru veittar umhverfisviðurkenningar.