Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. september 2015

Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2015 voru af­hent­ar við há­tíð­lega at­höfn á bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar Í tún­inu heima.

Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar veit­ir ár­leg­ar við­ur­kenn­ing­ar til þeirra sem tald­ir eru hafa skarað fram úr í um­hverf­is­mál­um á ár­inu.

Íbú­um gefst kost­ur á að senda inn til­nefn­ing­ar í þrem­ur að­skild­um flokk­um; fyr­ir fal­leg­asta húsa­garð­inn, fyr­ir það fyr­ir­tæki sem skar­aði framúr í um­hverf­is­mál­um og fyr­ir fal­leg­ustu göt­una.

Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar heim­sæk­ir þá garða, fyr­ir­tæki og göt­ur sem til­nefnd eru og skoð­ar með til­liti til um­hirðu, um­gengni, hönn­un­ar, skipu­lags og áherslu á um­hverf­is­mál.

Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar árið 2015:

Hjón­in Matt­hild­ur Elín Björns­dótt­ir og Karl Þór Bald­vins­son hljóta við­ur­kenn­ingu fyr­ir sér­lega fal­leg­an og vel hann­að­an garð að Litlakrika 25. Garð­inn hafa þau byggt upp frá grunni á skömm­um tíma og er um­hirða til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar.

Helgi Ólafs­son að Hvammi, Rétt­ar­hvoli 15, hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir ein­stök rækt­un­ar­störf og góða um­hirðu um ára­tuga­skeið. Helgi hef­ur ræktað stór­an og fal­leg­an garð sem stát­ar af fjöl­breytt­um gróðri sem er sér­lega vel við hald­ið.

Alls bár­ust um 10 til­nefn­ing­ar að þessu sinni og sá um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar um að heim­sækja þau svæði sem til­nefnd voru og velja úr til­nefn­ing­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00