Dagskrá opnunarhátíðar hefst í Lágafellsskóla kl. 8:30. Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni
Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í níunda sinn miðvikudaginn 9. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni
Dagskrá opnunarhátíðar í Lágafellsskóla 9. september 2015
Kl.08:30
- Nemendur, kennarar og aðrir gestir mæta á sal
- Jóhanna skólastjóri býður gesti velkomna
- Lárus Blöndal forseti ÍSÍ stýrir dagskránni
- Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar flytur stutt ávarp.
- Ólöf Nordal innanríkisráðherra flytur stutt ávarp og opnar nýjan umferðavef
- Tónlistaratriði frá Lágfellsskóla
- María Ólafsdóttir syngur nokkur lög
- Aðstandendur verkefnisins, Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, starfsfólk og nemendur Lágafellsskóla setja Göngum í skólann með viðeigandi hætti með því að ganga af stað.
Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann-verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim.
Ísland tekur þátt í níunda sinn í ár, en bakhjarlar Göngum í skólann-verkefnisins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Ríkislögreglustjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Embætti landlæknis og landssamtökin Heimili og skóli.