Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. september 2015

    Dagskrá opn­un­ar­há­tíð­ar hefst í Lága­fells­skóla kl. 8:30. Verk­efn­inu Göng­um í skól­ann verð­ur hleypt af stokk­un­um í ní­unda sinn mið­viku­dag­inn 9. sept­em­ber næst­kom­andi og lýk­ur svo form­lega með al­þjóð­lega Göng­um í skól­ann deg­in­um mið­viku­dag­inn 7. októ­ber. Markmið verk­efn­is­ins eru að hvetja börn til að til­einka sér virk­an ferða­máta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferð­ast á ör­ugg­an hátt í um­ferð­inni

    Verk­efn­inu Göng­um í skól­ann verð­ur hleypt af stokk­un­um í ní­unda sinn mið­viku­dag­inn 9. sept­em­ber næst­kom­andi og lýk­ur svo form­lega með al­þjóð­lega Göng­um í skól­ann deg­in­um mið­viku­dag­inn 7. októ­ber. Markmið verk­efn­is­ins eru að hvetja börn til að til­einka sér virk­an ferða­máta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferð­ast á ör­ugg­an hátt í um­ferð­inni

    Dagskrá opn­un­ar­há­tíð­ar í Lága­fells­skóla 9. sept­em­ber 2015

    Kl.08:30

    • Nem­end­ur, kenn­ar­ar og að­r­ir gest­ir mæta á sal
    • Jó­hanna skóla­stjóri býð­ur gesti vel­komna
    • Lár­us Blön­dal for­seti ÍSÍ stýr­ir dag­skránni
    • Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar flyt­ur stutt ávarp.
    • Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra flyt­ur stutt ávarp og opn­ar nýj­an um­ferða­vef
    • Tón­list­ar­at­riði frá Lág­fells­skóla
    • María Ólafs­dótt­ir syng­ur nokk­ur lög
    • Að­stand­end­ur verk­efn­is­ins, Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra, Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, starfs­fólk og nem­end­ur Lága­fells­skóla setja Göng­um í skól­ann með við­eig­andi hætti með því að ganga af stað.

    Göngum í skólann dagana 9. septermber - 13. október

    Ár­lega taka millj­ón­ir barna þátt í Göng­um í skól­ann-verk­efn­inu í yfir fjöru­tíu lönd­um víðs veg­ar um heim.

    Ís­land tek­ur þátt í ní­unda sinn í ár, en bak­hjar­l­ar Göng­um í skól­ann-verk­efn­is­ins eru Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands, Sam­göngu­stofa, Rík­is­lög­reglu­stjóri, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið, Slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg, Embætti land­lækn­is og lands­sam­tökin Heim­ili og skóli.

    Sjá meira um verk­efn­ið hér

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00