Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu í dag Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu í dag Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin, sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi. Markmiðið er að öll börn sem hafa til þess getu, lesi sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Ráðherra lagði þó áherslu á að það væru áfram skólastjórnendur sem veldu þær aðferðir sem þeim þykja vænlegar til árangurs á hverjum stað.
Sjá nánar um frétt um málið á mbl.is.