Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf 10. ágúst sl. að loknu sumarleyfum.
Þessa dagana eru starfsmenn að taka á móti börnum fædd 2013 sem og nýjum nemendum, eldri börnum, en öll börn fædd 2013 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi.
Starfsfólk grunnskóla Mosfellsbæjar hófu störf fyrr í þessum mánuði við vinnu að undirbúningi kennslu og öðrum verkefnum er fylgja skólastarfi og komu nemenda. Grunnskólar Mosfellsbæjar hefja kennslu í næstu viku en skólasetningar fara fram þriðjudaginn 25. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins í hverjum skóla má finna á vefjum skólanna en þar er einnig að finna hagnýtar upplýsingar um upphaf kennslu og innkaupalista.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar býður starfsmenn leik- og grunnskóla, börn og nemendur velkomin til starfa og hvetur alla, börn sem fullorðna, til að ganga, hjóla eða nýta sér annan vistvænan ferðamáta til að koma sér í og úr skóla.
Mosfellingar, sýnum ýtrustu varkárni og tillitssemi í umferðinni nú sem endranær og munum að við erum fyrirmyndir barna okkar.