Mosfellsbær og Umhverfisstofnun bjóða til opins fundar um grænan lífsstíl í FMOS þann 16. september frá kl. 17:30 til 19:00.
Boðið verður upp á áhugaverð erindi og fundarstjórn verður í höndum Sigurjóns M. Egilssonar fjölmiðlamanns. Fundargestum gefst kostur á að bera upp spurningar og taka þátt í opnum samræðum við fyrirlesara eftir hvert erindi.
Dagskrá:
- Lýðheilsa og græn svæði
Gígja Gunnarsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur hjá Embætti landlæknis - Er plastpoki nauðsyn?
Elva Rakel Jónsdóttir umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun - Hvað er svona merkilegt við hjólreiðar?
Kolbrún Björnsdóttir, fjölmiðla- og hjólakona - Er lífið lotterí
Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur hjá Heilsuvin
Léttar veitingar verða í boði og öll velkomin.