Frítt verður í leið 15, sem ekur á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima, laugardaginn 29. ágúst.
Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að skilja bílana eftir heima og ganga eða hjóla í bæinn. Hægt er að geyma hjól í hjólaskýlinu við Háholt, í Kjarna og við Varmárskóla.
Bílastæði eru víða miðsvæðis í Mosfellsbæ. Þar má nefna við Kjarna og í Þverholti, við Hlégarð og Brúarland og einnig á Varmársvæðinu. Ökumenn eru varaðir við því að leggja ólöglega þar sem það skapar óþægindi og getur haft kostnaðarsamar afleiðingar.
Góða skemmtun!