Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Boðið verður uppá fjölbreytta viðburði tengda vistvænum samgöngum, í samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Mosfellsbær mun að venju taka virkan þátt í samgönguvikunni og meðal viðburða í Mosfellsbæ má nefna opinn fund um grænan lífsstíl á Degi íslenskrar náttúru, útgáfu nýrra hjólakorta með hjólaleiðum í Mosfellsbæ, heimsókn BMX landsliðsins og hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar. Á bíllausa deginum, 22. september mun Strætó bs. síðan gefa frítt í stætó á höfuðborgarsvæðinu.