Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. september 2015

Bæj­ar­ráð hef­ur sam­þykkt að verða við er­indi Heilsu­vinj­ar Mos­fells­bæj­ar um fram­leiðslu og dreif­ingu fjöl­nota inn­kaupa­poka á öll heim­ili í Mos­fells­bæ.

Ákveð­ið hef­ur ver­ið að pok­un­um verði dreift helg­ina eft­ir dag ís­lenskr­ar nátt­úru þann 16. sept­em­ber næst­kom­andi. Með pok­un­um fara heilsu­efl­andi skila­boð frá Land­læknisembætt­inu sem er sam­starfs­að­ili Mos­fells­bæj­ar og Heilsu­vinj­ar í verk­efn­inu um Heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Einn­ig fer með pok­un­um kveðja frá Mos­fells­bæ sem út­skýr­ir mark­mið­ið með verk­efn­inu. Eitt helsta mark­mið­ið með verk­efn­inu er að stuðla að minni notk­un plast­poka í Mos­fells­bæ ásamt því að tengja um­hverf­is­vernd við heilsu­efl­ingu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00