Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. september 2015

    Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar hef­ur ver­ið út­nefnt sem bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2015 við há­tíð­lega at­höfn á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima 30. ág­úst ný­ver­ið í Hlé­garði. Síð­asta ár hef­ur ver­ið far­sælt í starf­semi leik­fé­lags­ins en leik­sýn­ing­in Ronja var frum­sýnd í sept­em­ber 2014 og var sýn­ing­in valin at­hygl­is­verð­asta áhuga­leik­sýn­ing árs­ins 2015 af dóm­nefnd Þjóð­leik­húss­ins.

    Leik­fé­lag­ið heiðrað í ann­að sinn sem bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar.

    Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar hef­ur ver­ið út­nefnt sem bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2015 við há­tíð­lega at­höfn á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima 30. ág­úst ný­ver­ið í Hlé­garði.

    Leik­fé­lag­ið hef­ur ver­ið starf­rækt síð­an 8. nóv­em­ber 1976 og hef­ur sett svip sinn á menn­ing­ar­líf í sveit­ar­fé­lag­inu allt frá stofn­un. Leik­fé­lag­ið set­ur reglu­lega upp sýn­ing­ar í bæj­ar­leik­hús­inu sem eru jafn­an vel sótt­ar. Auk þess stend­ur leik­fé­lag­ið fyr­ir barna- og ung­linga­nám­skeið­um reglu­lega og hafa þau not­ið mik­illa vin­sælda.

    Síð­asta ár hef­ur ver­ið far­sælt í starf­semi leik­fé­lags­ins en leik­sýn­ing­in Ronja var frum­sýnd í sept­em­ber 2014 og var sýn­ing­in valin at­hygl­is­verð­asta áhuga­leik­sýn­ing árs­ins 2015 af dóm­nefnd Þjóð­leik­húss­ins.

    Frá­bært leik­ár hjá Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar þar sem Ronja ræn­ingja­dótt­ir sló í gegn.
    Ronja var sýnd 22 sinnn­um í Bæj­ar­leik­hús­inu og þrisvar sinn­um í Þjóð­leik­hús­inu fyr­ir fullu húsi.

    Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar hef­ur áður ver­ið til­nefnt Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar en það var á 20 ára starfsaf­mæli fé­lags­ins árið 1996.
    Á mynd má sjá nokkra fé­lag­ar úr leik­fé­lag­inu.

    Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2015

     

    Mynd/frétt : Mos­fell­ing­ur

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00