Læsi og hreyfing
Leirvogstunguskóli notast við kennsluaðferð sem nefnist „Leikur að læra“, þar sem meðal annars stafir og hljóð eru kennd í gegnum leik og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Börnin fá að handfjatla stafi og hafa þá sýnilega í umhverfinu. Kennsluaðferðin „Leikur að læra“ hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig. Hreyfing hefur áhrif á hæfileikann til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurheimta hana.
Hús fyrir alla - afraksturinn til sýnis í kjarna
Á Höfðabergi, útibúi frá Lágafellsskóla, eru í vetur þrjár 5 ára deildir og fjórir bekkir í fyrsta árgangi, alls 120 börn. Mikið hefur verið lagt upp úr samstarfi árganganna tveggja og hefur nemendum því verið blandað markvisst í leik og starfi. Markmið blöndunarinnar eru meðal annars að efla félagsþroska nemenda og stuðla að því að brúa bilið milli skólastiganna.
Menningarvor 2015 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Menningarvorið var nú skipulagt í sjötta sinn.
Í túninu heima 2015 - Vilt þú taka þátt?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður haldin dagana 28. – 30. ágúst.
Kiwanisklúbbar gefa 1. bekkingum hjálma
Kiwanisklúbbarnir í Mosfellsbæ, Mosfell og Geysir, í samstarfi við Eimskip afhentu á dögunum 1. bekkingum í grunnskólum bæjarins nýja hjálma.
Litla upplestrarkeppnin 2015 í Lágafellsskóla
Foreldrum og forráðamönnum í 4. bekk Lágafellsskóla var boðið að koma í skólann og hlusta á nemendur 4. bekkjar flytja ljóð og sögur á lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar.
Höfðaberg stækkar fyrir næsta skólaár
Höfðaberg er nýr skóli við Æðarhöfða. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að uppbyggingu skóla við Æðarhöfða fyrir 5, 6 og 7 ára börn. Þessi skóli hefur fengið nafnið Höfðaberg. Í vetur hafa 5 og 6 ára börn verið í Höfðabergi og næsta vetur verða árgangarnir þrír. Almenn ánægja er með starfsemina.
Ársreikningur lagður fram
Ársreikningur fyrir árið 2014 var staðfestur og áritaður við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 6. maí síðastliðinn. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði var 312 milljónir sem er rúmlega 4% af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarhalli A og B hluta 72 milljónir eða tæplega 1% af tekjum. Veltufé frá rekstri er 468 milljónir eða rúmlega 6% af tekjum. Eigið fé í árslok nam 4.120 milljónum og eiginfjárhlutfall tæplega 28%.
Endurnýjun samstarfssamnings við Heilsuvin
Mosfellsbær hefur endurnýjað samstarfssamning við Heilsuvin vegna lýðheilsu- og þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Mosfellsbær og Ferðafélag í sameiginlegt átak
Fulltrúar Mosfellsbæjar og Ferðafélags Íslands skrifuðu undir samstarf um heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ að morgni 12. maí á sjöunda tímanum á toppi Mosfells. Íbúar í Mosfellsbæ héldu upp á heilsudaginn sama dag og er þetta í annað skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur í bænum.
Vel heppnað málþing
Málþing um Heilsueflandi samfélag sem haldið var í FMOS þriðjudagskvöldið 12. maí í tilefni af Heilsudeginum í Mosfellsbæ var vel sótt og almenn ánægja með frábæra fyrirlesara. Magnús Scheving, íþróttafrömuður og frumkvöðull, var með fróðlegan og líflegan fyrirlestur sem hann kallar “500 nýjar hugmyndir!” sem mun væntanlega efla verkefnið Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ
Útboð - Höfðaberg 4-5. áfangi, útibú frá Lágafellskóla
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Nýbygging við Höfðaberg, útibú frá Lágafellskóla, 4-5. áfangi.
Listasalur Mosfellsbæjar - Opið fyrir umsóknir fyrir sýningarárið 2016
Opið er fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2016.
Mosfellingar kveðja Maríu
María Ólafsdóttir eurovisionfari ætlar að syngja fyrir bæjarbúa á Miðbæjartorginu föstudagsmorguninn 8. maí klukkan 10.30. Mosfellingar látum sjá okkur og óskum Maríu góðs gengis með stæl.
Íbúar í Helgafellshverfi athugið !
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Helgafellshverfi frá kl. 11 og fram eftir degi. Hitaveitu Mosfellsbæjar
Trjágróður á lóðarmörkum
Ágætu bæjarbúar. Gott aðgengi um gangstéttar og göngustíga bæjarins er okkur öllum mikilvægt. Trjágróður í görðum á það til að vaxa út fyrir lóðarmörk þannig að hann skagar út yfir gangstéttir og stíga bæjarins þannig að vandræði og jafnvel hætta getur skapast því tengdu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig eru dæmi um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götumerkingar og jafnvel lýsingu. Í tilfellum sem þessum er bæjaryfirvöldum heimilt að klippa og fjarlæga þann gróður er vex út fyrir lóðarmörk á kostnað lóðarhafa.
Kvenfélagið gefur fjölskyldusviði góða gjöf
Í byrjun árs færði Kvenfélagið fjölskyldusviði Mosfellsbæjar afrakstur köku- og handverksbasarsins að gjöf, en hann var haldinn á aðventu.
Útboð - GATNAGERÐ Í MOSFELLSBÆ 2015
AUGLÝSING UM ÚTBOÐ. Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Yfirlagnir og viðgerðir gatna 2015. Um er að ræða viðgerðir á malbiki gatna og yfirlagnir á götum í Mosfellsbæ. Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Þjónustuver 2.hæð, þriðjudaginn 5 maí. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 19 maí 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Kæri notandi/íbúi, ert þú rétt tengdur?
Til að tryggja að upplýsingar úr rafrænu umhverfi á Íbúagátt Mosfellsbæjar berist íbúum er mikilvægt að notendur uppfæri upplýsingar og þá sér í lagi netföng og einnig símanúmer. Það er gert undir „stillingar“. Í Íbúagáttinni er hægt með rafrænum hætti að sækja um þjónustu til sveitarfélagsins, senda inn umsóknir og formleg erindi, fylgjast með framgangi mála, skoða greiðslustöðu, koma ábendingum á framfæri og svo framvegis.
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2015
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.