Ágætu bæjarbúar. Gott aðgengi um gangstéttar og göngustíga bæjarins er okkur öllum mikilvægt. Trjágróður í görðum á það til að vaxa út fyrir lóðarmörk þannig að hann skagar út yfir gangstéttir og stíga bæjarins þannig að vandræði og jafnvel hætta getur skapast því tengdu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig eru dæmi um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götumerkingar og jafnvel lýsingu. Í tilfellum sem þessum er bæjaryfirvöldum heimilt að klippa og fjarlæga þann gróður er vex út fyrir lóðarmörk á kostnað lóðarhafa.
Ágætu bæjarbúar.
Gott aðgengi um gangstéttar og göngustíga bæjarins er okkur öllum mikilvægt. Trjágróður í görðum á það til að vaxa út fyrir lóðarmörk þannig að hann skagar út yfir gangstéttir og stíga bæjarins þannig að vandræði og jafnvel hætta getur skapast því tengdu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Einnig eru dæmi um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götumerkingar og jafnvel lýsingu. Í tilfellum sem þessum er bæjaryfirvöldum heimilt að klippa og fjarlæga þann gróður er vex út fyrir lóðarmörk á kostnað lóðarhafa.
Garðeigendur eru hvattir til að klippa og snyrta allan þann gróður á lóðarmörkum og jafnframt að huga almennt að garðinum öllum og næsta umhverfi. Þar með talið eru bílhræ, tæki og tól í niðurníðslu sem á það til að safnast fyrir innan lóðarmarka.
Þannig getum við öll hjálpast að við að hafa bæinn okkar snyrtilegan og fallegan í allt sumar.
Hér má finna nokkur góð ráð um viðhalds gróðurs og tráklippinga