Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. maí 2015

    Höfða­berg er nýr skóli við Æð­ar­höfða. Á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur ver­ið unn­ið að upp­bygg­ingu skóla við Æð­ar­höfða fyr­ir 5, 6 og 7 ára börn. Þessi skóli hef­ur feng­ið nafn­ið Höfða­berg. Í vet­ur hafa 5 og 6 ára börn ver­ið í Höfða­bergi og næsta vet­ur verða ár­gang­arn­ir þrír. Al­menn ánægja er með starf­sem­ina.

    Á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur ver­ið unn­ið að upp­bygg­ingu skóla við Æð­ar­höfða fyr­ir 5, 6 og 7 ára börn. Þessi skóli hef­ur feng­ið nafn­ið Höfða­berg. Í vet­ur hafa 5 og 6 ára börn ver­ið í Höfða­bergi og næsta vet­ur verða ár­gang­arn­ir þrír. 

     

    Könn­un sýn­ir al­menna ánægju
    Að sögn skóla­stjórn­enda í Höfða­bergi hef­ur starf­ið geng­ið vel í vet­ur og al­menn ánægja með­al starfs­fólks og barn­anna og já­kvæð­ur andi rík­ir í hús­inu. Telja þeir ávinn­ing af sam­starfi ár­gang­anna vera góð­an sem báð­ir ald­urs­hóp­ar njóti góðs af.

    Ný­leg könn­un með­al for­eldra í Höfða­bergi sýn­ir að þeir eru al­mennt ánægð­ir með skól­ann og telja að börn­um sín­um líði vel í skól­an­um. Þá telja þeir að hús­næð­ið, lóð­in, ásamt skipu­lag­inu í heild, sé gott og henti þess­um ald­urs­hóp vel.

    Nokkr­ar ábend­ing­ar komu þó fram í könn­un­inni, sem er af hinu góða, flest­ar snéru að lóð­inni og öðru skipu­lagi sem verð­ur tek­ið til end­ur­skoð­un­ar og bætt úr eft­ir þörf­um.

    Skól­inn stækk­ar

    Fyr­ir næsta skóla­ár mun bæt­ast við einn ár­gang­ur til við­bót­ar og verða þá í Höfða­bergi þrír ár­gang­ar sam­an, sam­tals tæp­lega 200 börn í vel bún­um skóla. Til þess að mæta þessu verð­ur í sum­ar bætt við fjór­um hús­um á lóð­ina ásamt tengi­bygg­ingu sem teng­ist þeim bygg­ing­um sem fyr­ir er. Fram­kvæmd­ir í sum­ar felast á flutn­ingi fjög­urra húsa frá Lága­fells­skóla sem og lóða­fram­kvæmd­ir og gerð nýrr­ar tengi­bygg­ing­ar. Þeg­ar þess­um fram­kvæmd­um verð­ur lok­ið verð­ur skól­inn full­byggð­ur.

    (Frétt: Mos­fell­ing­ur)

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00