Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. maí 2015

    Árs­reikn­ing­ur fyr­ir árið 2014 var stað­fest­ur og árit­að­ur við síð­ari um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 6. maí síð­ast­lið­inn. Rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði var 312 millj­ón­ir sem er rúm­lega 4% af tekj­um. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða er rekstr­ar­halli A og B hluta 72 millj­ón­ir eða tæp­lega 1% af tekj­um. Veltufé frá rekstri er 468 millj­ón­ir eða rúm­lega 6% af tekj­um. Eig­ið fé í árslok nam 4.120 millj­ón­um og eig­in­fjár­hlut­fall tæp­lega 28%.

    Árs­reikn­ing­ur fyr­ir árið 2014 var stað­fest­ur og árit­að­ur við síð­ari um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 6. maí síð­ast­lið­inn.

    Rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði var 312 millj­ón­ir sem er rúm­lega 4% af tekj­um. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða er rekstr­ar­halli A og B hluta 72 millj­ón­ir eða tæp­lega 1% af tekj­um. Veltufé frá rekstri er 468 millj­ón­ir eða rúm­lega 6% af tekj­um. Eig­ið fé í árslok nam 4.120 millj­ón­um og eig­in­fjár­hlut­fall tæp­lega 28%. Skulda­við­mið er 128% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mos­fells­bæ.

    Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar voru 9.300 um síð­ustu ára­mót og hafði fjölgað um 2,5% á milli ára. Mos­fells­bær er sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins og þar störf­uðu 649 starfs­menn í 533 stöðu­gild­um á ár­inu 2014.

    Lak­ari nið­ur­staða en gert var ráð fyr­ir Rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta var lak­ari en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir sem skýrist helst af ytri kostn­að­ar­þátt­um sem reynd­ist erfitt að bregð­ast við á rekstr­ar­ár­inu. Í því til­liti ber helst að nefna að kjara­samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir voru meiri en ráð var fyr­ir gert, veitt var meiri fjár­hags­að­stoð en áður auk þess sem ófyr­ir­séð­ur halli varð á rekstri mála­flokks fatl­aðs fólks.

    Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans runnu 2.981 millj­ón­ir eða 52% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 1.269 millj­ón­um og eru þar með­talin mál­efni fatl­aðs fólks. Íþrótta- og æsku­lýðs­mál eru þriðja stærsta verk­efni bæj­ar­ins en til þeirra mála var var­ið um 662 millj­ón­um. Sam­tals er því 85% skatt­tekna Mos­fells­bæj­ar var­ið til fræðslu-, fé­lags­þjón­ustu- og íþrótta­mála.

    Bæj­ar­ráð hef­ur sam­þykkt að fela bæj­ar­stjóra að mynda teymi úr hópi fram­kvæmda­stjórn­ar til að yf­ir­fara fjár­hags­áætlun árs­ins 2015. Í þeirri vinnu verði lagt mat á hvaða at­riði þarf að end­ur­skoða í fjár­hags­áætlun árs­ins með til­liti til fyr­ir­liggj­andi rekstr­arnið­ur­stöðu árs­ins 2014.

    Hér má sjá árs­reikn­ing

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00