Mosfellsbær hefur endurnýjað samstarfssamning við Heilsuvin vegna lýðheilsu- og þróunarverkefnisins Heilsueflandi samfélag.
Áhersluþáttur verkefnisins fyrir árið í ár er hreyfing og útivist í víðum skilningi fyrir alla aldurshópa. Bæjarbúar eru hvattir til nýta sér þá fjölbreyttu afþreyingarmöguleika sem í boði eru í Mosfellsbæ.
Verkefnið, Heilsueflandi samfélag, sem inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis, miðar að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins hvort sem um ræðir fræðslu-, menningar- eða skipulagsmál. Ætlunin er að ná til allra aldurshópa, fyrirtækja og félagsamtaka. Sambærileg verkefni eru þekkt erlendis en er nú í fyrsta skipti tekið upp hér á landi.
Tengt efni
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí 2024
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.