Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

For­eldr­um og for­ráða­mönn­um í 4. bekk Lága­fells­skóla var boð­ið að koma í skól­ann og hlusta á nem­end­ur 4. bekkj­ar flytja ljóð og sög­ur á loka­há­tíð Litlu upp­lestr­ar­keppn­inn­ar.

All­ir nem­end­ur hafa lagt sitt af mörk­um og æft sig í upp­lestri und­ir stjórn um­sjón­ar­kenn­ara sinna frá því að keppn­in hófst form­lega á degi ís­lenskr­ar tungu 16. nóv­em­ber 2014.

Loka­há­tíð­in var í formi sam­veru með for­eld­um, kenn­ur­um og öðr­um nem­end­um skól­ans þar sem nem­end­ur í 4. bekk sungu, lásu ljóð og sög­ur og spil­uðu á hljóð­færi.

Keppn­in er eins kon­ar und­an­fari Stóru upp­lestr­ar­keppn­inn­ar sem hald­in er í 7. bekk um land allt. Að Litlu upp­lestr­ar­keppn­inni lok­inni standa all­ir eft­ir sem sig­ur­veg­ar­ar og fá af­hent við­ur­kenn­ing­ar­skjal frá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar.

Í ár heppn­að­ist Litla upp­lestr­ar­keppn­in ein­stak­lega vel og er skól­inn stolt­ur af þess­um flottu og hæfi­leika­ríku nem­end­um sín­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00