Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. apríl 2015

Í byrj­un árs færði Kven­fé­lag­ið fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar afrakst­ur köku- og hand­verks­bas­ars­ins að gjöf, en hann var hald­inn á að­ventu.

Bas­ar­inn er fast­ur lið­ur í starfi fé­lags­ins og all­ur ágóði renn­ur til góðra mál­efna. Við gjöf­inni tók Berg­lind Ósk Fil­ipp­íu­dótt­ir deild­ar­stjóri fyr­ir hönd Fjöl­skyldu­sviðs.

Kven­fé­lags­kon­ur voru vald­ar sem Kona mán­að­ar­ins í apríl 2015. Það er Bóka­safn­ið í sam­vinnu við Hér­aðs­skjala­safn­ið í Mos­fells­bæ sem stend­ur að verk­efn­inu til að minn­ast 100 ára af­mæl­is kosn­ing­ar­rétt­ar ís­lenskra kvenna. Á vegg­spjaldi sem er til sýn­is á Bóka­safn­inu er stiklað á stóru um 105 ára sögu Kven­fé­lags­ins í máli og mynd­um, auk þess má sjá safn muna sem tengjast fé­lag­inu í sýn­ing­ar­skáp.

Fjöl­skyldu­svið þakk­ar fyr­ir góða gjöf.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00