Í byrjun árs færði Kvenfélagið fjölskyldusviði Mosfellsbæjar afrakstur köku- og handverksbasarsins að gjöf, en hann var haldinn á aðventu.
Basarinn er fastur liður í starfi félagsins og allur ágóði rennur til góðra málefna. Við gjöfinni tók Berglind Ósk Filippíudóttir deildarstjóri fyrir hönd Fjölskyldusviðs.
Kvenfélagskonur voru valdar sem Kona mánaðarins í apríl 2015. Það er Bókasafnið í samvinnu við Héraðsskjalasafnið í Mosfellsbæ sem stendur að verkefninu til að minnast 100 ára afmælis kosningarréttar íslenskra kvenna. Á veggspjaldi sem er til sýnis á Bókasafninu er stiklað á stóru um 105 ára sögu Kvenfélagsins í máli og myndum, auk þess má sjá safn muna sem tengjast félaginu í sýningarskáp.
Fjölskyldusvið þakkar fyrir góða gjöf.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.