Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. maí 2015

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið: Ný­bygg­ing við Höfða­berg, úti­bú frá Lága­fell­skóla, 4-5. áfangi.

Um er að ræða bygg­ingu 4.-5. áfanga við úti­bú frá Lága­fells­skóla fyr­ir börn á aldr­in­um 5-7 ára. Reisa skal tengi­bygg­ingu úr lím­tré­bit­um og burða­við, sem teng­ist nú­ver­andi bygg­ingu og fjór­um kennslu­stof­um, sem verða flutt á svæð­ið á verktíma.

Verk­ið felst í jarð­vinnu fyr­ir fjór­ar kennslu­stof­ur og tengi­bygg­ing­ar ásamt því að byggja tengi­bygg­ingu. Frá­gang­ur inn­an­húss og utan er innifal­inn sem og lóð­ar­frá­gang­ur næst ný­bygg­ing­un­um svo sem land­mót­un, hellu­lagn­ir, mal­bik­un og gras­sán­ing. Einn­ig er flutn­ing­ur og nið­ur­setn­ing leik­tækja ásamt girð­ing­um innifal­inn. Verktaki skal mála kennslu­stof­urn­ar að utan og inn­an.

Helstu magn­töl­ur eru: 

  • Steypt­ir hnall­ar 44 stk
  • Þak- og glóf­bit­ar 546 lm
  • Tölvu­streng­ir 770 lm
  • Vatns­lagn­ir 427 lm
  • Frá­veitu­lagn­ir 253 lm
  • Hellu­lögn og mal­bik 263 m2
  • Þök­ur og sán­ing 960 m2
  • Timb­ur­pall­ar 77 m2
  • Gröft­ur og fyll­ing 930 m3

Verk­inu er skipt í 2. hluta:

  • Verk­hluta 1. skal að fullu lok­ið 15. ág­úst 2015
  • Verk­hluta 2. skal að fullu lok­ið 1. júlí 2016

Út­boðs­gögn á geisladiski verða af­hent í af­greiðslu bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 2. hæð frá og með þriðju­deg­in­um 12. maí 2015.

Til­boð­um skal skilað á sama stað eigi síð­ar en þriðju­dag­inn 26. maí 2015, kl. 14:00 og þau opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00