Samgönguvika í Mosfellsbæ – Hjólaþrautir og BMX listir á Miðbæjartorginu
Efnt verður til hjólabretta- og BMX hátíðar á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, 18. september kl. 15:00 – 18:00.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Bæjarskrifstofan tekur í notkun reiðhjól fyrir starfsfólk
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið í notkun ný reiðhjól til nota fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar til styttri ferða innanbæjar.
Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2014
Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Dagur íslenskrar náttúru – hjólaferð og skógarganga við Hafravatn
Mosfellsbær, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og skátafélagið Mosverjar bjóða til hjólareiðaferðar og skógargöngu þriðjudaginn 16. september, í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Lagt verður af stað á reiðhjólum frá miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17:00,
Íbúagáttin tekur upp Íslykil
Mosfellsbær leitar stöðugt leiða til að styrkja og þróa rafræna þjónustu sveitarfélagsins. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að taka upp Íslykilinn við innskráningu. Íslykill er lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila og er gefin út af Þjóðskrá Íslands. Íslykill er hannaður fyrir notendur sem einn lykill inn á ýmsa þjónustuvefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.
Frístundaávísun fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ
Af gefnu tilefni er ítrekað að Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára (börn fædd 1997-2008) sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2014
Hljómsveitin Kaleo er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2014.
Ferðafélag barnanna í Mosfellsdalnum
Ferðafélag barnanna í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins býður upp á skemmtilega gönguferð næsta sunnudag, 7. september. Gangan hentar jafnt ungum sem öldnum.Gengið verður meðfram Köldukvísl að Helgufossi og til baka. Á leiðinni verður gengið í gegnum rómað berjaland þar sem ekki er ólíklegt að berin bíði bústin á lyngi.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2014
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima nú um helgina.
Gleðilega bæjarhátíð 2014
Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin í ellefta sinn um helgina.
Langitangi lokaður vegna vegaframkvæmda
Vegna malbikunar verður Langitangi lokaður frá kl 10 í dag, föstudaginn 22. ágúst og fram eftir degi. Langitangi er lokaður að hluta eða frá gatnamótum á milli Skeiðholts og Bjarkarholts og frá Vestulandsvegi. Vegfarendum sem leið eiga í háholt og Bjarkarholt er bent á að fara inn frá Þverholti. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Morgunakstur framhaldsskólanema í Mosfellsdal
Þeir framhaldsskólanemendur búsettir í Mosfellsdal sem hyggjast nýta morgunferðir úr dalnum í vetur eru vinsamlegast beðnir um að láta þjónustuver Mosfellsbæjar vita fyrir 31. ágúst í síma 525 6700 eða með tölvupósti á mos[hja]mos.is
Frá grunnskólum Mosfellsbæjar
Lágafellsskóli og Varmárskóli verða settir mánudaginn 25. ágúst. Umsóknir vegna frístundaselja og mötuneyta verða að hafa borist í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst. Upplýsingar um tímasetningar varðandi skólabyrjun, innkaupalista og skóladagatal skólaársins 2014-15 má finna á heimasíðum skólanna.
Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands í Mosfellsbæ
Garðyrkjufélags Íslands stendur fyrir garðaskoðun í Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 13-17. Þá munu ýmsir garðeigendur í Mosfellsbæ opna garða sína fyrir félagsmenn Garðyrkjufélagsins og aðra gesti. Allir eru velkomnir. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en í hverjum garði verður til taks ljósrit af götukorti.
Opnun útboðs
Þann 12. ágúst 2014 voru opnuð tilboð í Tunguveg – Kvíslartunga / Vogartunga og Skeiðholt – Hringtorg við Þverholt.
Tindahlaup Mosfellsbæjar 2014
7 tinda hlaupið sem fengið hefur nýtt nafn, Tindahlaup Mosfellsbæjar, fer fram í sjötta sinn laugardaginn 30. ágúst næstkomandi.
Í túninu heima 2014 - Ullarpartý og litaþema
Saga ullariðnaðar á Íslandi er samofin sögu Mosfellsbæjar. Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima sem haldin verður dagana 29. – 31. ágúst nk. bjóðum við í ullarpartý.
Lokað vegna malbiksframkvæmda
Vegna malbikunar verða gatnamótin við Langatanga, Bogatanga og Skeiðholt lokuð í dag, fimmtudaginn 21. ágúst frá kl. 16.00 og fram eftir degi. Hjáleið er um Álfatanga. Takmarkanir eru á umferð meðan á framkvæmdum stendur og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar
Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að styðja við uppbyggingu á atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi í Mosfellsbæ. Umsóknarfrestur til 1.september næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér.
Ummyndun í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 26. júlí kl. 14 verður opnuð sýning Þórdísar Jóhannesdóttur í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2.