Garðyrkjufélags Íslands stendur fyrir garðaskoðun í Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 13-17. Þá munu ýmsir garðeigendur í Mosfellsbæ opna garða sína fyrir félagsmenn Garðyrkjufélagsins og aðra gesti. Allir eru velkomnir. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en í hverjum garði verður til taks ljósrit af götukorti.
Garðyrkjufélags Íslands stendur fyrir garðaskoðun í Mosfellsbæ sunnudaginn 24. ágúst frá kl. 13-17. Þá munu ýmsir garðeigendur í Mosfellsbæ opna garða sína fyrir félagsmenn Garðyrkjufélagsins og aðra gesti. Allir eru velkomnir. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en í hverjum garði verður til taks ljósrit af götukorti.
Fjöldi manna tekur árlega þátt í garðaskoðun Garðyrkjufélagsins, nýtur dagsins og skoðar plöntur, girðingar, palla, gróðurhús og margt annað sem fyrir augu ber.
Í ár verða til sýnis garðar og landnemaspilda í Mosfellsbæ og Mosfellssveit.
Garðanir eru allir mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að bera eigendum sínum vitni um hugmyndaríki og eljusemi.
Eftirtaldir garðar verða til sýnis í Mosfellsbæ 2014:
- Hjallabrekka við Skálahlíð 45
- Arkarholt 4
- Hamarsteigur 5
- Landnemaspilda við Skarhólabraut
- Dalsá í Mosfellsdal
Hjallabrekka
Hjónin Ólafur Sigurðsson og Svava Ágústsdóttir við Hjallabrekku í Mosfellsbæ fóru óvenjulega leið fyrir tæpum 20 árum byggðu gróðurhús eða veðurhjúputan um íbúðarhús og garð.
Veðurhjúpurinn sem er 460 fermetrar að grunnfleti er að mestu gerður úr límtréi og gleri. Hann er yfir 6 metra hár, þar sem hann rís hæst og er því í raun veðurhjálmur yfir íbúðarhúsið og garðinn Garðurinn undir veðurhjúpnum skiptast á stéttir, stíga og gróðurbeð en þar finna ýmiskonar gróður sem algengur er mun sunnar á hnettinum.
Þess má geta að íbúar við Hjallabrekku hlutu umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2013 fyrir sérlega fallegan garð og áhugaverða nýtingu gróðurhúss.
Arkarholt 4
Að Arkarholti 4 í Mosfellsbæ búa hjónin Kristleifur Guðbjörnsson og Margrét Ólafsdóttir heiðursfélagar í Garðyrkjufélagi Íslands.
Garðurinn hjá þeim hjónum er gróskumikill með fallegum og fjölbreyttum gróðri. Þar má t.d. finna dágott safn rósa og fjöldan allan af fjölæringum.
Kristleifur hefur á undanförnum árum farið víða um land og flutt fyrirlestra í máli og myndum um gróður og ræktun í garði þeirra hjóna.
Íbúar að Arkarholti 4 hlutu umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2008 og árið 1994.
Hamarsteigur 5
María Hákonardóttir og Erich Köppel að Hamarsteig 5 fara sannarlega ótroðnar slóðir þegar kemur að garðrækt. Maður stígur inn litla ævintýraveröld þegar gengið er inn í garðinn til þeirra.
Í bakgarðinum er skógarteygur sem þau gróðursettu fyrir 40 árum og maður gæti vel ímyndað sér að þar hafi Hans og Gréta hafi ráfað um á sínum tíma.
Íbúar að Hamarsteig 5 hlutu umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 1999.
Skarhólabraut – landnemaspilda
María og Erich hafa einnig til margra ára ræktað upp reit við Skarhólabraut undir Lágafellshömrum í Úlfarsfelli. Reitinn tóku þau í fóstur árið 1993 þegar Mosfellsbær úthlutaði Landnemaspildum undir hlíðinni en reiturinn er um um 1 ha af stærð og hafa þau í gegnum árin gróðursett tré, runna og fjölæringa af ýmsum tegundum og hlúað að. Þar er þar nú risin gróðurvin með stígum þar sem þau hjónin njóta næðis og náttúru í fallegum lundi rétt við bæjardyrnar.
Reiturinn verður merktur við veginn með grænum blöðrum.
Dalsá
Dalsá í Mosfellsdal er einstakur staður og þar býr Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir umvafin fjöbreyttum gróðri. Jóhanna ræktar meðal annars fjölda tegunda kryddjurta og grænmetis með lífrænum aðferðum. Í garðinum hennar má finna matjurtargarð sem er eins og lífsins tré í laginu. Þar er ekki í kot vísað hvað varðar reynslu og þekkingu í ræktun matjurta. Jóhanna rekur ræktunar- og fræðisetrið að Dalsá en hún einn af okkar fremstu ræktendum í mat- og kryddjurtum. Hún hefur ferðast víða um og haldið fyrirlestra og námskeið um gróðurrækt og tengd efni.