Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. ágúst 2014

    Garð­yrkju­fé­lags Ís­lands stend­ur fyr­ir garða­skoð­un í Mos­fells­bæ sunnu­dag­inn 24. ág­úst frá kl. 13-17. Þá munu ýms­ir garð­eig­end­ur í Mos­fells­bæ opna garða sína fyr­ir fé­lags­menn Garð­yrkju­fé­lags­ins og aðra gesti. All­ir eru vel­komn­ir. Ekki skipt­ir máli hvar byrj­að er að skoða en í hverj­um garði verð­ur til taks ljósrit af götu­korti.

    Garð­yrkju­fé­lags Ís­lands stend­ur fyr­ir garða­skoð­un í Mos­fells­bæ sunnu­dag­inn 24. ág­úst frá kl. 13-17. Þá munu ýms­ir garð­eig­end­ur í Mos­fells­bæ opna garða sína fyr­ir fé­lags­menn Garð­yrkju­fé­lags­ins og aðra gesti. All­ir eru vel­komn­ir. Ekki skipt­ir máli hvar byrj­að er að skoða en í hverj­um garði verð­ur til taks ljósrit af götu­korti.

    Fjöldi manna tek­ur ár­lega þátt í garða­skoð­un Garð­yrkju­fé­lags­ins, nýt­ur dags­ins og skoð­ar plönt­ur, girð­ing­ar, palla, gróð­ur­hús og margt ann­að sem fyr­ir augu ber.

    Í ár verða til sýn­is garð­ar og land­nem­aspilda í Mos­fells­bæ og Mos­fells­sveit.
    Garð­an­ir eru all­ir mjög ólík­ir en eiga það sam­eig­in­legt að bera eig­end­um sín­um vitni um hug­mynda­ríki og elju­semi.

    Eft­ir­tald­ir garð­ar verða til sýn­is í Mos­fells­bæ 2014:

    • Hjalla­brekka við Skála­hlíð 45
    • Ark­ar­holt 4
    • Ham­arsteig­ur 5
    • Land­nem­aspilda við Skar­hóla­braut
    • Dalsá í Mos­fells­dal

    Hjalla­brekka

    Hjón­in Ólaf­ur Sig­urðs­son og Svava Ág­ústs­dótt­ir við Hjalla­brekku í Mos­fells­bæ fóru óvenju­lega leið fyr­ir tæp­um 20 árum byggðu gróð­ur­hús eða veð­ur­hjúput­an um íbúð­ar­hús og garð.
    Veð­ur­hjúp­ur­inn sem er 460 fer­metr­ar að grunn­fleti er að mestu gerð­ur úr lím­tréi og gleri. Hann er yfir 6 metra hár, þar sem hann rís hæst og er því í raun veð­ur­hjálm­ur yfir íbúð­ar­hús­ið og garð­inn Garð­ur­inn und­ir veð­ur­hjúpn­um skipt­ast á stétt­ir, stíga og gróð­ur­beð en þar finna ým­is­kon­ar gróð­ur sem al­geng­ur er mun sunn­ar á hnett­in­um.
    Þess má geta að íbú­ar við Hjalla­brekku hlutu um­hverfis­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar árið 2013 fyr­ir sér­lega fal­leg­an garð og áhuga­verða nýt­ingu gróð­ur­húss.

    Ark­ar­holt 4

    Að Ark­ar­holti 4 í Mos­fells­bæ búa hjón­in Krist­leif­ur Guð­björns­son og Mar­grét Ólafs­dótt­ir heið­urs­fé­lag­ar í Garð­yrkju­fé­lagi Ís­lands.
    Garð­ur­inn hjá þeim hjón­um er grósku­mik­ill með fal­leg­um og fjöl­breytt­um gróðri. Þar má t.d. finna dágott safn rósa og fjöld­an all­an af fjölær­ing­um.
    Krist­leif­ur hef­ur á und­an­förn­um árum far­ið víða um land og flutt fyr­ir­lestra í máli og mynd­um um gróð­ur og rækt­un í garði þeirra hjóna.
    Íbú­ar að Ark­ar­holti 4 hlutu um­hverfis­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar árið 2008 og árið 1994.

    Ham­arsteig­ur 5

    María Há­kon­ar­dótt­ir og Erich Köpp­el að Ham­arsteig 5 fara sann­ar­lega ótroðn­ar slóð­ir þeg­ar kem­ur að garð­rækt. Mað­ur stíg­ur inn litla æv­in­týra­ver­öld þeg­ar geng­ið er inn í garð­inn til þeirra.
    Í bak­garð­in­um er skóg­ar­t­eyg­ur sem þau gróð­ur­settu fyr­ir 40 árum og mað­ur gæti vel ímyndað sér að þar hafi Hans og Gréta hafi ráfað um á sín­um tíma.
    Íbú­ar að Ham­arsteig 5 hlutu um­hverfis­við­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar árið 1999.

    Skar­hóla­braut – land­nem­aspilda

    María og Erich hafa einn­ig til mar­gra ára ræktað upp reit við Skar­hóla­braut und­ir Lága­fells­hömr­um í Úlfars­felli. Reit­inn tóku þau í fóst­ur árið 1993 þeg­ar Mos­fells­bær út­hlut­aði Land­nem­aspild­um und­ir hlíð­inni en reit­ur­inn er um um 1 ha af stærð og hafa þau í gegn­um árin gróð­ur­sett tré, runna og fjölær­inga af ýms­um teg­und­um og hlú­að að. Þar er þar nú ris­in gróð­ur­vin með stíg­um þar sem þau hjón­in njóta næð­is og nátt­úru í fal­leg­um lundi rétt við bæj­ar­dyrn­ar.
    Reit­ur­inn verð­ur merkt­ur við veg­inn með græn­um blöðr­um.

    Dalsá

    Dalsá í Mos­fells­dal er ein­stak­ur stað­ur og þar býr Jó­hanna Borg­hild­ur Magnús­dótt­ir um­vafin fjöbreytt­um gróðri. Jó­hanna rækt­ar með­al ann­ars fjölda teg­unda kryd­d­jurta og græn­met­is með líf­ræn­um að­ferð­um. Í garð­in­um henn­ar má finna ma­t­jurt­ar­garð sem er eins og lífs­ins tré í lag­inu. Þar er ekki í kot vísað hvað varð­ar reynslu og þekk­ingu í rækt­un ma­t­jurta. Jó­hanna rek­ur rækt­un­ar- og fræði­setr­ið að Dalsá en hún einn af okk­ar fremstu rækt­end­um í mat- og kryd­d­jurt­um. Hún hef­ur ferð­ast víða um og hald­ið fyr­ir­lestra og nám­skeið um gróð­ur­rækt og tengd efni.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00