Mosfellsbær leitar stöðugt leiða til að styrkja og þróa rafræna þjónustu sveitarfélagsins. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að taka upp Íslykilinn við innskráningu. Íslykill er lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila og er gefin út af Þjóðskrá Íslands. Íslykill er hannaður fyrir notendur sem einn lykill inn á ýmsa þjónustuvefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.
Mosfellsbær leitar stöðugt leiða til að styrkja og þróa rafræna þjónustu sveitarfélagsins. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að taka upp Íslykilinn við innskráningu. Íslykill er lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila og er gefin út af Þjóðskrá Íslands. Íslykill er hannaður fyrir notendur sem einn lykill inn á ýmsa þjónustuvefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Nánari upplýsingar um Íslykilinn má finna hér: https://www.island.is/islykill/um-islykil/
Íslykilinn uppfyllir ítrustu kröfur um öryggi í rafrænni þjónustu. Í Íbúagáttinni hafa Íbúar aðgang að reikningum sínum, umsóknum um þjónustu og samskiptum við starfsmenn Mosfellsbæjar.
Gamla innskráningarleiðin verður aðgengileg til 1.janúar 2015.