Hljómsveitin Kaleo er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2014.
Sunnudaginn 31.ágúst, við hátíðlega athöfn í Hlégarði, var hljómsveitin Kaleo útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2014.
Hljómsveitin KALEO úr Mosfellsbæ skaust upp á stjörnuhimininn á árinu 2013. Hljómsveitina skipa Mosfellingarnir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock.
Hljómsveitin Kaleo hefur tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á risatónleikum Rásar 2 á Menningarnótt, komu fram á Airwaves ásamt því að spila á tónleikum í Mosfellsbæ og víða um land.
Ávallt hefur hljómsveitin verið sérstaklega kynnt sem mosfellsk hljómsveit og piltarnir sem skipa hana verið kallaðir Mosfellingar.
Kaleo, kom, sá og sigraði á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói. Kaleo vann þar til þrennra verðlauna. Hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda frá því hún kom fram og borið heiður Mosfellsbæjar víða.
Menningarmálanefnd telur Kaleó verðuga sem bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2014 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta þá tilnefningu.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. ágúst var leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að sækja um og tilnefna til og með 11. ágúst
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Tilnefningar og umsóknir