Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. september 2014

Hljóm­sveit­in Kal­eo er bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2014.

Sunnu­dag­inn 31.ág­úst, við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði, var hljóm­sveit­in Kal­eo út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2014.

Hljóm­sveit­in KAL­EO úr Mos­fells­bæ skaust upp á stjörnu­him­in­inn á ár­inu 2013. Hljóm­sveit­ina skipa Mos­fell­ing­arn­ir Jök­ull Júlí­us­son, Dav­íð Ant­ons­son, Daníel Ægir Kristjáns­son og Ru­bin Pollock.

Hljóm­sveit­in Kal­eo hef­ur tek­ið þátt í Mús­íktilraun­um, spilað á risa­tón­leik­um Rás­ar 2 á Menn­ing­arnótt, komu fram á Airwaves ásamt því að spila á tón­leik­um í Mos­fells­bæ og víða um land.

Ávallt hef­ur hljóm­sveit­in ver­ið sér­stak­lega kynnt sem mos­fellsk hljóm­sveit og pilt­arn­ir sem skipa hana ver­ið kall­að­ir Mos­fell­ing­ar.

Kal­eo, kom, sá og sigr­aði á Hlust­enda­verð­laun­un­um 2014 sem fram fóru í Há­skóla­bíói. Kal­eo vann þar til þrennra verð­launa. Hljóm­sveit­in hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda frá því hún kom fram og bor­ið heið­ur Mos­fells­bæj­ar víða.

Menn­ing­ar­mála­nefnd tel­ur Kal­eó verð­uga sem bæj­arlista­menn Mos­fells­bæj­ar 2014 og lagði til við bæj­ar­stjórn að stað­festa þá til­nefn­ingu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00