Af gefnu tilefni er ítrekað að Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára (börn fædd 1997-2008) sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ.
Árlegt framlag frísundaávísunarinnar er að fjárhæð 25.000,- kr.
Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Styrkurinn er afhentur í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og geta foreldrar og forráðamenn því með rafrænum hætti greitt fyrir frístundaiðkun barna sinna.
Tímabil styrkveitingar hefst 1. júlí ár hvert til 30. júní árið eftir.