Af gefnu tilefni er ítrekað að Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára (börn fædd 1997-2008) sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ.
Árlegt framlag frísundaávísunarinnar er að fjárhæð 25.000,- kr.
Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Styrkurinn er afhentur í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og geta foreldrar og forráðamenn því með rafrænum hætti greitt fyrir frístundaiðkun barna sinna.
Tímabil styrkveitingar hefst 1. júlí ár hvert til 30. júní árið eftir.
Tengt efni
Opnað fyrir nýtingu frístundaávísana allt árið
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í Tröllabæ
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.