Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið í notkun ný reiðhjól til nota fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar til styttri ferða innanbæjar.
Tilgangurinn er að hvetja starfsfólk skrifstofunnar til að skilja bílinn eftir og nota í stað reiðhjól þegar fara þarf í styttri ferðir í stofnanir og skóla bæjarins. Vegalengdir innan Mosfellsbæjar eru fremur stuttar og því tilvalið að nota reiðhjól til að ferðast milli staða og draga um leið úr kostnaði og mengun.