Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. september 2014

Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 voru af­hend­ar við há­tíð­lega at­höfn á bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar Í tún­inu heima nú um helg­ina.

Ás­garð­ur hand­verk­stæði sem stað­sett er í Ála­fosskvos hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir að vera um­hverf­i­s­vænt fyr­ir­tæki sem legg­ur áherslu á end­ur­nýt­ingu og notk­un um­hverf­i­s­vænna hrá­efna. Um­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins er mjög snyrti­legt og upp­lífg­andi, enda prýða út­skorn­ir mun­ir verk­stæð­is­ins Mos­fells­bæ víðs­veg­ar um bæ­inn.

Íbú­ar að Helgalandi 8 í Mos­fells­bæ, Júlí­ana Gríms­dótt­ir og Þór­ar­inn Magnús­son, hljóta við­ur­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­asta garð­inn.  Garð­ur­inn þyk­ir sér­lega fal­leg­ur og vel hirt­ur, og sér­stök áhersla hef­ur ver­ið lögð á að gera að­komu að garð­in­um sem glæsi­leg­asta.

Edda Gísla­dótt­ir, íbúi að Hlíð­ar­túni 12, hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir ein­stök rækt­un­ar­störf um ára­tuga skeið.  Edda hef­ur ræktað stór­an og fal­leg­an garð sem stát­ar af fjöl­breytt­um gróðri og góðu úr­vali af nytja­plönt­um.  Um­hirða gróð­urs er til fyr­ir­mynd­ar og lóð­inni sér­lega vel við hald­ið.

Alls bár­ust um 40 til­nefn­ing­ar að þessu sinni og sá um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar um að heim­sækja þau svæði sem til­nefnd voru og velja úr til­nefn­ing­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00