Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin í ellefta sinn um helgina.
Hátíðin verður sett í kvöld í Ullarpartýi í Álafosskvos. Íbúar eru hvattir til að tengja saman ullarþema og hverfisliti og það verður gaman að sjá íbúa í Mosfellsbæjarpeysunni. Mæting á Miðbæjartorgi kl. 20:30 og litaskrúðganga leggur af stað kl. 20:45.
Frítt í strætó
Dagskrá helgarinnar er stútfull af frábærum viðburðum stórum og smáum. Íbúar eru hvattir til að skilja bílana eftir heima og ganga eða hjóla í bæinn, eða nýta sér almenningssamgöngur en ókeypis verður í leið 15 á laugardaginn.
Litakeppni
Mikil stemning hefur verið fyrir litakeppni milli húsa, gatna og hverfa síðustu ár. Nú er ætlunin að reyna að nýta sér tæknina í meira mæli og þeir sem vilja benda á fallegar skreytingar eru hvattir til að taka myndir og nota hashtag hátíðarinnar #ítúninuheima. Eins er hægt að tagga Mosfellsbæ inn á myndir á Facebook. Minnum á að merkja myndirnar með heimilisfangi eða götuheiti.
Mosfellsbær óskar íbúum og öðrum gestum góðrar helgar.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir