Stefnt að sameiningu golfklúbbanna tveggja - Kjölur og Bakkakot verði Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu golfklúbbanna í Mosfellsbæ, Kjalar og Bakkakots, í nýjan klúbb undir nafninu Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Framhaldsskólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði
Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var vígt föstudaginn 24. janúar að viðstöddu fjölmenni.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ býður í heimsókn
Fimmtudaginn 6. febrúar milli kl. 16:00 og 19:00 býður Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ öllum í heimsókn.
Kærleiksvikan nálgast
Kærleiksvika verður nú haldin í fjórða sinn í Mosfellsbæ vikuna 16.- 23. febrúar 2014. Eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu.Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Snjómokstur í gangi á helstu forgangsleiðum
Enn á ný hefur snjóað í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun.
Skálatún 60 ára
Í dag eru 60 ár liðin frá stofnun Skálatúns.
Gjaldskrársamanburður sveitarfélaga
ASÍ birti á dögunum verðkönnun á leikskólagjöldum 15 stærstu sveitarfélaganna. Fyrstu niðurstöður innihéldu villu í gjöldum Mosfellsbæjar en tölurnar hafa nú verið lagfærðar og kemur í ljós að gjaldskrá Mosfellsbæjar er langt í frá hæst, líkt og haldið var fram, fyrir 8 tíma vistun með fæði. Sveitarfélagið raðast talsvert aftar í samanburðinum og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári.
Opið hús -Depurð barna og unglinga, einkenni og úrræði
Miðvikudaginn 29. janúar klukkan 20 er komið að fyrsta opna húsinu á þessu ári hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2013
Átta konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteginaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 28. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni.
Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ
Álagning fasteignagjalda 2014 hefur farið fram. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Einnig er hægt að greiða með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í íbúagátt Mosfellsbæjar eða í Þjónustuveri
Ný heimasíða hjá Mosfellsbæ
Í dag fer í loftið ný heimasíða fyrir Mosfellsbæ.
Uppbygging skólamannvirkja
Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ. Á 288. fundi fræðslunefndar Mosfellsbæjar þann 7. janúar voru lögð fram drög að tillögum um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar í framhaldi af Skólaþingi sem opið var fyrir alla íbúa í Mosfellsbæ þann 26. nóvember síðastliðinn.
Almennar og sérstakar húsaleigubætur - Umsóknarfrestur til 16. janúar 2014
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Aukin þjónusta
Aukin þjónusta í sorphirðuNýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2014 hefur verið birt á heimasíðu Mosfellsbæjar. Það felur í sér aukna þjónustu vegna bláu tunnunnar en hún verður nú tæmd á þriggja vikna fresti í stað fjögurra áður. Almennt sorp er hirt á 10-11 daga fresti. Minnum á að flugeldarusl má ekki fara í bláu tunnurnar, það þarf að fara í almennt sorp.
Hálka – sandur í Þjónustustöð
Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum. Mikilvægt er að bæjarbúar séu meðvitaðir um þá hættu sem skapast geti við aðstæður sem slíkar og bregðist við henni.Launhált er nú víða í bænum og hætta á hálkuslysum.
Útnefning á íþróttakonu og íþróttakarli 2013
Íbúar geta nú tekið þátt í kjörinu.
Nýr samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Á stjórnarfundi SSH hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Hollvinasamtök Reykjalundar stofnuð
Stofnfundur hollvinasamtaka Reykjalundar var haldinn laugardaginn 2. nóvember á Reykjalundi.
Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins 2013
Hljómsveitin Kaleo hefur verið valin Mosfellingur árins 2013 af bæjarblaðinu Mosfellingi.