Hljómsveitin Kaleo hefur verið valin Mosfellingur árins 2013 af bæjarblaðinu Mosfellingi.
Hljómsveitina skipa þeir Jökull Júlíusson, Davíð Antonsson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock.
Kaleo sló rækilega í gegn á árinu 2013. Síðasta vor gaf hljómsveitin út endurgerða útgáfu af gamla laginu Vor í Vaglaskógi. Lagið kom þeim á kortið og hafa þeir verið óstöðvandi síðan.
„Við erum gríðarlega stoltir að hljóta þessa nafnbót og má segja að þetta setji punktinn yfir i-ið á árinu 2013 sem hefur verið ævintýri líkast,” segja strákarnir í samtali við Mosfelling.
Þeir gáfu út sína fyrstu plötu á árinu sem varð sú næst mest selda á Íslandi fyrir jólin. Þá er Jökull söngvari tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngvari ársins.
Tengt efni
Magnús Már valinn Mosfellingur ársins 2024 af bæjarblaðinu Mosfellingi
Bæjarblaðið Mosfellingur stendur nú fyrir valinu á Mosfellingi ársins í 20. sinn.
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.