Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. janúar 2014

Hljóm­sveit­in Kal­eo hef­ur ver­ið valin Mos­fell­ing­ur ár­ins 2013 af bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi.

Hljóm­sveit­ina skipa þeir Jök­ull Júlí­us­son, Dav­íð Ant­ons­son, Daníel Ægir Kristjáns­son og Ru­bin Pollock.

Kal­eo sló ræki­lega í gegn á ár­inu 2013. Síð­asta vor gaf hljóm­sveit­in út end­ur­gerða út­gáfu af gamla lag­inu Vor í Vagla­skógi. Lag­ið kom þeim á kort­ið og hafa þeir ver­ið óstöðv­andi síð­an.

„Við erum gríð­ar­lega stolt­ir að hljóta þessa nafn­bót og má segja að þetta setji punkt­inn yfir i-ið á ár­inu 2013 sem hef­ur ver­ið æv­in­týri lík­ast,” segja strák­arn­ir í sam­tali við Mos­fell­ing.

Þeir gáfu út sína fyrstu plötu á ár­inu sem varð sú næst mest selda á Ís­landi fyr­ir jólin. Þá er Jök­ull söngv­ari til­nefnd­ur til ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­anna sem söngv­ari árs­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00