Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. janúar 2014

    Stofn­fund­ur holl­vina­sam­taka Reykjalund­ar var hald­inn laug­ar­dag­inn 2. nóv­em­ber á Reykjalundi.

    Mæt­ing á fund­inn var afar góð eða rétt um 200  manns. Sam­komu­sal­ur­inn var því þétt set­inn og þurftu sum­ir að standa. Ragn­heið­ur Rík­harðs­dótt­ir var fund­ar­stjóri og stýrði sam­kom­unni af rögg­semi. Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar flutti ávarp og Birg­ir Gunn­ars­son kynnti starf­semi Reykjalund­ar. Lög voru sam­þykkt fyr­ir sam­tökin og kos­ið í stjórn.

    Hauk­ur Leós­son var kjör­inn formað­ur og að­r­ir í stjórn þau Ragn­heið­ur Rík­harðs­dótt­ir, Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Ás­björn Ein­ars­son og Stefán Sig­urðs­son og vara­menn Jón Ág­ústs­son og Bjarni Ingvar Árna­son.
    Á fund­in­um var sam­þykkt að ár­gjald skyldi verða kr. 5.000 og að full­gild­ir fé­lags­menn yrðu þeir sem greiða ár­gjald­ið hverju sinni.

    Diddú söng nokk­ur lög við und­ir­leik Önnu Guðnýj­ar og fórst það afar vel úr hendi eins og henni er von og vísa. Að lok­um ávarp­aði ný­kjör­inn formað­ur fund­inn, þakk­aði traust­ið og bauð fund­ar­mönn­um að þiggja veit­ing­ar.

    Rétt er að benda á að þeir sem vilja gerast holl­vin­ir geta gert það á vef Reykjalund­ar eða með því að hringja í síma 585-2000.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00