Miðvikudaginn 29. janúar klukkan 20 er komið að fyrsta opna húsinu á þessu ári hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Depurð barna og unglinga,
einkenni og úrræði
Miðvikudaginn 29. janúar klukkan 20 er komið að fyrsta opna húsinu á þessu ári hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Að þessu sinni munu Guðríður Haraldsdóttir og Guðríður Þóra Gísladóttir sálfræðingar á Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, fjalla um depurð barna og unglinga.
Rætt verður um helstu einkenni depurðar og þunglyndis hjá börnum og unglingum og hverju foreldrar, kennarar, ættingjar, þjálfarar þurfa að vera vakandi fyrir í hegðun/framkomu barns/unglings. Farið verður í hagnýt ráð um hvað hægt sé að gera þegar depurðar verður vart.