Talsverðar breytingar eru á útliti síðunnar og efnisflokkun. Breytingarnar eru gerðar með þarfir notenda í huga og með það fyrir augum að hún sé fyrst og fremst upplýsingaveita um þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir. Breytingarnar á útlitinu eru gerðar í samræmi við það sem tíðkast í ört breytilegu umhverfi í vef- og tæknimálum og síðan er “skalanleg” þ.e. hún er hönnuð með það í huga að auðvelt sé að nota hana í snjalltækjum.
Allar ábendingar um efnistök síðunnar eru vel þegnar og er hægt að koma til skila í gegnum valmöguleika á forsíðu eða með því að senda tölvupóst á mos@mos.is.