Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. janúar 2014

    Fræðslu­nefnd hef­ur lát­ið gera skýrslu um fram­tíð skó­la­upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ. Á 288. fundi fræðslu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 7. janú­ar voru lögð fram drög að til­lög­um um upp­bygg­ingu skóla á skóla­svæð­um í Mos­fells­bæ ásamt rök­semd­um um val þeirra. Til­lög­urn­ar eru unn­ar í fram­haldi af Skóla­þingi sem opið var fyr­ir alla íbúa í Mos­fells­bæ þann 26. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

    Fræðslu­nefnd hef­ur lát­ið gera skýrslu um fram­tíð skó­la­upp­bygg­ing­ar í Mos­fells­bæ,

    Á 288. fundi fræðslu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 7. janú­ar voru lögð fram drög að til­lög­um um upp­bygg­ingu skóla á skóla­svæð­um í Mos­fells­bæ ásamt rök­semd­um um val þeirra. Til­lög­urn­ar eru unn­ar í fram­haldi af Skóla­þingi sem opið var fyr­ir alla íbúa í Mos­fells­bæ þann 26. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

    Fræðslu­nefnd lagði jafn­framt til að til­lög­urn­ar yrðu kynnt­ar fyr­ir að­il­um skóla­sam­fé­lags­ins, en um er að ræða full­trúa for­eldra­fé­laga og for­eldra­ráða leik­skóla, full­trúa skóla­ráða og for­eldra­fé­laga grunn­skóla og full­trúa stjórn­enda leik- og grunn­skóla. Full­trú­um þess­ara að­ila verð­ur boð­ið að koma á fund nefnd­ar­inn­ar 21. og 23. janú­ar næst­kom­andi ef þeir óska eft­ir að koma á fram­færi frek­ari ábend­ing­um eða at­huga­semd­um um fram­komn­ar til­lög­ur.

    Til­lög­urn­ar og nið­ur­stöð­ur Skóla­þings­ins er nú að finna hér á síð­unni.

    Á fyrr­nefndu skóla­þingi var rætt við þátt­tak­end­ur um áfram­hald­andi sam­ráð. Öll­um for­eldr­um er því bent á þann mögu­leika að koma með ábend­ing­ar um til­lög­urn­ar, með því að koma þeim á fram­færi við stjórn for­eldra­fé­lags skól­ans eða full­trúa for­eldra í Skóla­ráði grunn­skóla. Að­r­ir að­il­ar skóla­sam­fé­lags­ins geta kom­ið ábend­ing­um á fram­færi við skóla­stjóra í leik- eða grunn­skóla eft­ir því sem við á.

    Nið­ur­stöð­ur skóla­þings (.pdf 216 kb)

    Kynn­ing á drög­um að til­lög­um fræðslu­nefnd­ar um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja (.pdf 724 kb)

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00