Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ. Á 288. fundi fræðslunefndar Mosfellsbæjar þann 7. janúar voru lögð fram drög að tillögum um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar í framhaldi af Skólaþingi sem opið var fyrir alla íbúa í Mosfellsbæ þann 26. nóvember síðastliðinn.
Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ,
Á 288. fundi fræðslunefndar Mosfellsbæjar þann 7. janúar voru lögð fram drög að tillögum um uppbyggingu skóla á skólasvæðum í Mosfellsbæ ásamt röksemdum um val þeirra. Tillögurnar eru unnar í framhaldi af Skólaþingi sem opið var fyrir alla íbúa í Mosfellsbæ þann 26. nóvember síðastliðinn.
Fræðslunefnd lagði jafnframt til að tillögurnar yrðu kynntar fyrir aðilum skólasamfélagsins, en um er að ræða fulltrúa foreldrafélaga og foreldraráða leikskóla, fulltrúa skólaráða og foreldrafélaga grunnskóla og fulltrúa stjórnenda leik- og grunnskóla. Fulltrúum þessara aðila verður boðið að koma á fund nefndarinnar 21. og 23. janúar næstkomandi ef þeir óska eftir að koma á framfæri frekari ábendingum eða athugasemdum um framkomnar tillögur.
Tillögurnar og niðurstöður Skólaþingsins er nú að finna hér á síðunni.
Á fyrrnefndu skólaþingi var rætt við þátttakendur um áframhaldandi samráð. Öllum foreldrum er því bent á þann möguleika að koma með ábendingar um tillögurnar, með því að koma þeim á framfæri við stjórn foreldrafélags skólans eða fulltrúa foreldra í Skólaráði grunnskóla. Aðrir aðilar skólasamfélagsins geta komið ábendingum á framfæri við skólastjóra í leik- eða grunnskóla eftir því sem við á.
Niðurstöður skólaþings (.pdf 216 kb)
Kynning á drögum að tillögum fræðslunefndar um uppbyggingu skólamannvirkja (.pdf 724 kb)