ASÍ birti á dögunum verðkönnun á leikskólagjöldum 15 stærstu sveitarfélaganna. Fyrstu niðurstöður innihéldu villu í gjöldum Mosfellsbæjar en tölurnar hafa nú verið lagfærðar og kemur í ljós að gjaldskrá Mosfellsbæjar er langt í frá hæst, líkt og haldið var fram, fyrir 8 tíma vistun með fæði. Sveitarfélagið raðast talsvert aftar í samanburðinum og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári.
ASÍ birti á dögunum verðkönnun á leikskólagjöldum 15 stærstu sveitarfélaganna. Fyrstu niðurstöður innihéldu villu í gjöldum Mosfellsbæjar en tölurnar hafa nú verið lagfærðar og kemur í ljós að gjaldskrá Mosfellsbæjar er langt í frá hæst, líkt og haldið var fram, fyrir 8 tíma vistun með fæði. Sveitarfélagið raðast talsvert aftar í samanburðinum og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári. Í þessu samhengi er vert að taka fram að fyrir 9 tíma vistun eru gjöldin enn hagstæðari í Mosfellsbæ en í öðrum sveitarfélögum en um helmingur barna á leikskólum Mosfellsbæjar er í meira en átta tíma vistun. Þess má einnig geta að í samanburðartölum SSH á skólamáltíðum er Mosfellsbær með lægsta verðið á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verðskrá fyrir frístundasel þannig að grunngjald er næst lægst í Mosfellsbæ ásamt því að boðið er upp á klukkustundargjald eftir fyrstu 20 klukkustundirnar en það er ekki gert annarsstaðar. Bæjarstjórn samþykkti nú í desember að hækka frístundaávísanir úr 18 þúsund krónum upp í 25 þúsund krónur og tekur hækkunin gildi frá og með næsta hausti og verða slíkir styrkir þá svipaðir og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Tafla unnin úr gögnum frá ASÍ með leiðréttum gjöldum fyrir Mosfellsbæ