Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. janúar 2014

    ASÍ birti á dög­un­um verð­könn­un á leik­skóla­gjöld­um 15 stærstu sveit­ar­fé­lag­anna. Fyrstu nið­ur­stöð­ur inni­héldu villu í gjöld­um Mos­fells­bæj­ar en töl­urn­ar hafa nú ver­ið lag­færð­ar og kem­ur í ljós að gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar er langt í frá hæst, líkt og hald­ið var fram, fyr­ir 8 tíma vist­un með fæði. Sveit­ar­fé­lag­ið rað­ast tals­vert aft­ar í sam­an­burð­in­um og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári.

    ASÍ birti á dög­un­um verð­könn­un á leik­skóla­gjöld­um 15 stærstu sveit­ar­fé­lag­anna. Fyrstu nið­ur­stöð­ur inni­héldu villu í gjöld­um Mos­fells­bæj­ar en töl­urn­ar hafa nú ver­ið lag­færð­ar og kem­ur í ljós að gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar er langt í frá hæst, líkt og hald­ið var fram, fyr­ir 8 tíma vist­un með fæði. Sveit­ar­fé­lag­ið rað­ast tals­vert aft­ar í sam­an­burð­in­um og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári. Í þessu sam­hengi er vert að taka fram að fyr­ir 9 tíma vist­un eru gjöld­in enn hag­stæð­ari í Mos­fells­bæ en í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um en um helm­ing­ur barna á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar er í meira en átta tíma vist­un. Þess má einn­ig geta að í sam­an­burð­ar­töl­um SSH á skóla­mál­tíð­um er Mos­fells­bær með lægsta verð­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Einn­ig er verð­skrá fyr­ir frí­stunda­sel þann­ig að grunn­gjald er næst lægst í Mos­fells­bæ ásamt því að boð­ið er upp á klukku­stund­ar­gjald eft­ir fyrstu 20 klukku­stund­irn­ar en það er ekki gert ann­ars­stað­ar. Bæj­ar­stjórn sam­þykkti nú í des­em­ber að hækka frí­stunda­á­vís­an­ir úr 18 þús­und krón­um upp í 25 þús­und krón­ur og tek­ur hækk­un­in gildi frá og með næsta hausti og verða slík­ir styrk­ir þá svip­að­ir og í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Gjaldskrársamanburður sveitarfélaga

    Tafla unn­in úr gögn­um frá ASÍ með leið­rétt­um gjöld­um fyr­ir Mos­fells­bæ

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00