Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. janúar 2014

    Í dag eru 60 ár lið­in frá stofn­un Skála­túns.

    Stór­stúka Ís­lands keypti jörð­ina Skála­tún í Mos­fells­sveit árið 1953. Það var svo 30. janú­ar árið 1954 sem sjálf­seign­ar­stofn­un­in Skála­túns­heim­il­ið var stofn­uð. Þann dag fluttu fyrstu þrjú börn­in á Barna­heim­ili Templ­ara við Skála­tún eins og það hét þá og ætl­un­in var að þar myndu búa 17 börn og ung­ling­ar.

    Frá þess­um tíma og til dags­ins í dag hafa átt sér stað mikl­ar breyt­ing­ar á hús­næði og starf­semi Skála­túns auk þess sem að starf­sem­in hef­ur fylgt þeirri þró­un sem á sér stað í mál­efn­um fatl­aðra. Reist­ar hafa ver­ið nýj­ar bygg­ing­ar og í dag eru fimm her­bergja­sam­býli og tvö hús með sam­tals tíu íbúð­um. Nú eru 37 íbú­ar bú­sett­ir í Skála­túni. Þá er einn­ig á staðn­um dag­þjón­usta, sund­laug, vinnu­stof­ur og skrif­stof­ur.

    Mos­fells­bær og Skála­tún gerðu með sér þjón­ustu­samn­ing árið 2012 í kjöl­far til­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga. Heim­il­is­fólk á Skála­túni og starf­sem­in þar hef­ur auðg­að mann­líf í Mos­fells­bæ og saga þess er óað­skilj­an­leg­ur hluti af sögu bæj­ar­ins.

    Mos­fells­bær ósk­ar Skála­túns­heim­il­inu inni­lega til ham­ingju með dag­inn.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00