Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. janúar 2014

Á stjórn­ar­fundi SSH hinn 6. janú­ar 2014 var und­ir­rit­að­ur nýr sam­starfs­samn­ing­ur um rekst­ur skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Að­il­ar að samn­ing­um eru Mos­fells­bær, Reykja­vík­ur­borg, Seltjarn­ar­nes, Kópa­vog­ur, Garða­bær og Hafn­ar­fjörð­ur.

Í samn­ingn­um, sem til 3 ára er fjallað um til­gang, fram­tíð­ar­sýn og þau meg­in­markmið sem sveit­ar­fé­lög­in setja sér með rekstrI skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í Bláfjöll­um og Skála­felli. Þá er í samn­ingn­um kveð­ið á um ár­legt rekstr­ar­fram­lag sveit­ar­fé­lag­anna á samn­ings­tím­an­um.

Í samn­ingn­um er einn­ig sér­stakt ákvæði um að­gerð­ir til und­ir­bún­ings að snjó­fram­leiðslu, sem er þó háð nið­ur­stöð­um úr heild­ar­end­ur­skoð­un vatns­vernd­ar fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið og áhættu­grein­ingu vegna starf­semi skíða­svæð­is­ins í Bláfjöll­um í ljósi mögu­legra áhrifa henn­ar á vatns­vernd­ina. Sam­hliða und­ir­rit­un samn­ings­ins var jafn­framt ritað und­ir sér­stak­an þjón­ustu­samn­ing við ÍTR um um­sjón með dag­leg­um rekstri skíðasæð­anna f.h. að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna. Með því eru sett­ar ákveðn­ari og skýr­ari stjórn­un­ar­leg­ar for­send­ur og ábyrgð­ar­skil­grein­ing á þenn­an rekst­ur.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veita:
Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri í Garða­bæ og stjórn­ar­formað­ur SSH
Eva Ein­ars­dótt­ir borg­ar­full­trúi og formað­ur stjórn­ar skíða­svæð­anna

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00