Átta konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni.
Telma Rut Frímannsdóttir karatekona úr Aftureldingu og Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður úr Mótomos eru íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar árið 2013.
Að valinu koma íbúar bæjarins og íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöldi.
Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, deildameistara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og efnilegustu stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.
Tengt efni
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 9. janúar
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að kjósa til og með 12. desember
Tíu konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Tíu konur og tíu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024.