Óskað er eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir.
Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl
Athygli er vakin á því, að umsóknarfrestur vegna skólavistar í grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1.apríl og skulu umsóknir berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar á þar til gerðum umsóknum um skólavist utan lögheimilis.
Jarðvegsmanir við Vesturlandsveg
Í tengslum við tvöföldun Vesturlandsvegar upp Ullarnesbrekku hefur verið gert ráð fyrir umbótum á hljóðvörnum fyrir Ása- og Landahverfi. Í bæklingi er gerð grein fyrir aðstæðum fyrir og eftir framkvæmdir við hljóðvarnir.Framkvæmdum við hljóðvarnir og gróðursetning á svæðinu mun væntanlega verða lokið í ágúst 2012.
19.3.2012 Helgafellshverfi - Brúnás, breyting á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu á II áfanga Helgafellshverfis sem felst í því að Brúnás er látinn tengjast Ásavegi, í stað þess að sveigja upp með honum til norðurs.
Afturelding bikarmeistarar í blaki
Lið Aftureldingar í kvennablakinu vann það frábæra afrek í gær að verða bikarmeistar eftir frækinn sigur á Þrótti frá Neskaupstað 3-0.
Dagur Listaskólans fór fram laugardaginn 17. mars 2012
Opið hús var í Listaskólanum og hjá Skólahljómsveitinni í kjallara Varmárskóla.
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2012
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Varmárskóla fimmtudagskvöldið 15. mars.
9.03.2012 Tvennar breytingar á deiliskipulagi
Auglýstar eru skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga breytingar á deiliskipulagi Laugabólslands og Íþróttasvæðis við Varmá (v. fimleikahúss).
Mikil hátíð framundan á Stóru upplestrarkeppninni 2012
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Varmárskóla fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00.
Til Foreldra barna í 8.,9. og 10 bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Vinnuskóla fyrir sumarið 2012. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að sækja um Vinnuskólann í gegnum íbúðargátt. Allar upplýsingar um Vinnuskólann er hægt að nálgast á vef Mosfellsbæjar
Íþrótta- og tómstundaþing í Mosfellsbæ
Boðað er til þings 17.03 um íþróttir og tómstundir í bænum en á síðustu árum hefur verið unnið að stefnumótun á sviði íþrótta- og tómstundamála. Af þessu tilefni koma saman fulltrúar félaga í Mosfellsbæ, foreldrar, forráðamenn og aðrir íbúar,sem áhuga hafa á þessu málefni.
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2012 - 2013
Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2012 -2013 fer fram frá 1.-18 mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu. Innritun fer fram í gegnum Íbúagátt. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem koma úr Krikaskóla, flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl
Nemendur Listaskólans gera það gott
Sunnudaginn 11. mars fóru fram svæðistónleikar Nótunnar, sem er uppskeruhátíð Tónlistarskólanna. Þrennir tónleikar voru haldnir í Salnum í Kópavogi fyrir nemendur í grunn-, mið- og framhaldsnámi og voru nemendur úr tónlistarskólum í Kraganum, af Suðurlandi og frá Vestmannaeyjum á þessum tónleikum
Endurskoðun aðalskipulags, verkefnislýsing skv. 30. gr.
13.7.2011: Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum lýsing á skipulagsverkefninu “Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar”
Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs
Árleg skýrsla um starfsemi umhverfissviðs Mosfellsbæjar er nú komin út fyrir árið 2011.Skýrsluna í heild sinni má finna hér
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu, heilstuátaki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og lenti í 10. sæti af 70 sveitarfélögum sem tóku þátt nú í ár. Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár með mjög góðum árangri
Þjálfun í góðum venjum - Listasalur í kvöld
Heilsuvin í Mosfellsbæ býður Mosfellingum í samstarfi við Key Habits fyrir kynningu í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00. Kynnt verður glænýtt og afar áhrifaríkt úrræði í heilsueflingu. Þeir sem skrá sig fá frían prufuaðgang að stórglæsilegu kerfi Key Habits. Það eina sem þú þarft að gera er að senda línu
Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt sumarstörf árið 2012
Í sumar býður Mosfellsbær upp á störf fyrir ungt fólk líkt og undanfarin ár.
Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR kl.20
Fátt er betra en góður hlátur og gleði. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar 29.02 verður sjónum beint að mikilvægi gleðinnar og þess að hafa húmorinn með í uppeldi barna. Skólaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig sérfræðing á sviði húmors og hláturs, mömmuna og ömmuna Eddu Björgvinsdóttur. Edda mun flytja hugvekju um HÚMOR OG GLEÐI Í LÍFINU og hvað það getur verið mikil dauðans alvara.
Skálafell opnað eftir langan tíma.
Skíðafólk gat tekið gleði sína á ný því laugardaginn 25. febrúar var Skálafell opnað í fyrsta skipti í langan tíma. Mosfellsbær var meðal þeirra sveitarfélaga sem samþykktu auka fjárveitingu til verkefnisins og ljóst er að opið verður um helgar fram yfir páska í það minnsta.